Kæru foreldrar og forráðamenn.
Vikan hefur gengið vel og nemendur eru orðnir spenntir yfir því hve fáir kennsludagar eru eftir fram að sumarfríi. Nú er formlegri kennslu lokið og við taka upprifjanir úr námsefninu og prófaundirbúningur ásamt ýmsum skemmtilegum viðburðum, s.s. Háskólalestinni, gróðursetningu 5.-6.bekkja í Ólafsdal og vordögum.
Nemendur hafa fengið dagskrá fram að skólaslitum og áherslulista fyrir íslensku og stærðfræði og við hvetjum foreldra til að setjast niður með börnum sínum og aðstoða þau við prófaundirbúning.
Umsjónarmenn vikunnar voru Kristján Rafn og Lárus og stóðu þeir sig með prýði.
Góða helgi,
Lára og Kristjana.
Fréttabréf 16.maí
16.05.2014
Kæru foreldrar og forráðamenn.Vikan hefur gengið vel og nemendur eru orðnir spenntir yfir því hve fáir kennsludagar eru eftir fram að sumarfríi. Nú er formlegri kennslu lokið og við ta...