Fara í efni

Fréttabréf 14.mars 2014

14.03.2014
Kæru foreldrarVið í 5. 6. og 7. bekk höfum staðið okkur með prýði þessa vikuna.Við erum byrjuð að læra um Evrópu og nú reynir svolítið á að lesa heima í hverri viku í samféla...
Deildu

Kæru foreldrar

Við í 5. 6. og 7. bekk höfum staðið okkur með prýði þessa vikuna.

Við erum byrjuð að læra um Evrópu og nú reynir svolítið á að lesa heima í hverri viku í samfélagsfræðibókinni. Við viljum því mæla með því að nemendur hafi samfélagsfræðibókina alltaf í töskunni.   Nú hefur heimanám aukist töluvert hjá þessum bekkjardeildum og því er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og nota lesbókina Evrópu sem lestrarbók líka. Þessu er sérstaklega beint til nemenda í 6.bekk sem þurfa að efla lesskilning.

Allir nemendur ættu núna að vera komnir vel á veg með að lesa bókina um Benjamín dúfu.

Nemendur 5. bekkjar bjuggu til sitt eigið lag í upplýsingatækni á miðvikudaginn. Sumir nemendur vildu endilega búa til fleiri lög heima og er slóðin inn á síðuna sem við vorum að vinna á www.soundation.com.

Í tengslum við Bókahátíðina sem haldin er á Flateyri 20.-22. mars næstkomandi bauðst öllum grunnskólanemendum að taka þátt í ljóðsamkeppni.
Nokkrir nemendur 5.6. og 7. bekkjar tóku þessu fagnandi og hafa sent inn ljóð í keppnina. 

Á fimmtudaginn var öllum nemendum grunnskólans boðið upp á vöfflur í kaffitímanum. Tilefnið var frábær frammistaða unglinganna okkar á Nótunni, Samfés og Skólahreysti J

Bríanna og Díana voru umsjónarmenn vikunnar og stóðu sig mjög vel.

Bestu kveðjur og góða helgi
Lára og Kristjana  

Til baka í yfirlit