Fara í efni

Framtíðarstarf í þjónustumiðstöð

04.05.2018
Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem kraftmiklir og úrræðagóðir einstaklingar sem hafa ánægju af góðum samskiptum ættu að blómstra. Umsóknarfrestur er til 15. maí og skulu umsóknir berast skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Helstur verkefni og kröfur eru eftirfarandi:

 

Markmið og verkefni:

 

- umhirða og minniháttar viðhald fasteigna

- viðhald veitna, gatna, snjómokstur ofl.

- vinna við vigtun sjávarafla á Hafnarvog

- verkstjórn sumarstarfsmanna og vinnuskóla

 

Menntun, færni og eiginleikar

 

- Iðnmenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi

- reynsla af verkefnastjórnun og verkstjórn

- kostur að búa yfir reynslu af jarðvinnu, hafa suðuréttindi og vélavinnuréttindi

- góð samskiptafærni, jákvætt hugarfar og frumkvæði

- hvetjandi og góð fyrirmynd

 

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem kraftmiklir og úrræðagóðir einstaklingar sem hafa ánægju af samskiptum ættu að blómstra.

 

Umsóknarfrestur er til 15. maí og skulu umsóknir berast skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is>.

Til baka í yfirlit