Fara í efni

Framkvæmdastjóri óskast fyrir Hamingjudaga.

15.02.2010
 Strandabyggð auglýsir eftir framkvæmdastjóra vegna bæjarhátíðarinnar "Hamingjudagar á Hólmavík" árið 2010 sem haldin er í byrjun júlímánaðar.  Mun framkvæmdastjórinn annast a...
Deildu
 

Strandabyggð auglýsir eftir framkvæmdastjóra vegna bæjarhátíðarinnar "Hamingjudagar á Hólmavík" árið 2010 sem haldin er í byrjun júlímánaðar.  Mun framkvæmdastjórinn annast allan undirbúning, skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í samvinnu við menningarmálanefnd Strandabyggðar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Strandabyggðar í síma 451-3510 eða á holmavik@holmavik.is.  Umsóknum skal skilað til skrifstofu Strandabyggðar fyrir kl. 16:00 mánudaginn 22. febrúar.

Til baka í yfirlit