Fara í efni

Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur

31.10.2012
Í dag var Forvarnardagurinn haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík. Dagurinn beinist fyrst og fremst að nemendum í 9. bekk um land allt, en í skólanum okkar er þessum bekkjum kennt saman og ...
Deildu
Í dag var Forvarnardagurinn haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík. Dagurinn beinist fyrst og fremst að nemendum í 9. bekk um land allt, en í skólanum okkar er þessum bekkjum kennt saman og því tóku þeir báðir þátt í deginum. Arnar Snæberg Jónsson hafði umsjón með deginum í grunnskólanum, en hann fól það m.a. í sér að krakkarnir horfðu á kynningarmyndband um forvarnardaginn, sáu hvatningarmyndband með ýmsum landsþekktum einstaklingum og unnu síðan hópavinnu þar sem farið var yfir hvað krökkunum finnst um samveru fjölskyldunnar, æskulýðs- og íþróttastarf og áfengisneyslu.


Krakkarnir stóðu sig frábærlega í þessari vinnu og komu hóparnir niðurstöðum sínum skilmerkilega og skýrt á blað. Hægt er að sjá niðurstöðurnar með því að smella hér.

Til baka í yfirlit