Fara í efni

Fornleifar á Ströndum á Menningarminjadegi Evrópu

02.09.2010
Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 5. september næstkomandi. Þema dagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. Í tilefni dagsins mun dr. Ragnar Edvardsson minjavör...
Deildu

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 5. september næstkomandi. Þema dagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. Í tilefni dagsins mun dr. Ragnar Edvardsson minjavörður Vestfjarða leiða gesti um Strákatanga í Hveravík við Steingrímsfjörð Á Strákatanga var á 17. öld erlend hvalveiðistöð þar sem líklegt er að Baskar og fleiri þjóðir hafi haft aðsetur. Þar hafa einnig fundist fjögur kuml frá landnámsöld. Ragnar verður á staðnum frá kl. 11:00 og fram eftir degi.

 

Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is.

Til baka í yfirlit