Kæru foreldrar og forráðamenn
Þessi vika hefur gengið mjög vel, það voru allir mjög duglegir við að vinna í markmiðum sínum og flestir náðu að klára. Nemendur í 5.bekk hafa fengið heim með sér vikuáætlun fyrir næstu viku.
6.-og 7.bekkur hafa verið í skriftarátaki og gekk það nokkuð vel.
Það sem er framundan hjá Grunnskólanum á Hólmavík er:
Á miðvikudag, 30.október, er íslensku könnun fyrir 5.bekk sem er sú síðasta fyrir annarlok. Föstudaginn 1.nóvember verður síðasta könnun fyrir annarlok í samfélagsfræði. Nemendur í 5.bekk hafa fengið með sér heim áhersluatriði fyrir íslensku könnunina og allir nemendur fengu blað með tíu spurningum til að svara fyrir samfélagsfræði könnunina. Þau hafa svarað þessum spurningum í vinnubók sinni í samfélagsfræði svo það ætti ekki að vera mikið mál að undirbúa sig.
Skólastjórnendur hafa sent út póst um frestun þemadaga, sem áttu að vera í þessari viku, en þeim þurfti að fresta vegna óviðráðanlegra aðstæðna, og verða þeir haldnir 6. – 8.nóvember.
Í næstu viku er hin sívinsæla samspilsvika hjá Tónskólanum. Það verða haldnir tónleikar til að fagna lokun hennar, fimmtudaginn 31.október í félagsheimilinu á Hólmavík kl. 19:30. Þar verða seldar vöfflur til styrktar Danmerkurförum. Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta.
Það styttist í annarlok hjá Grunnskólanum. Þann 15.nóvember verða nemenda og foreldraviðtöl.
Umsjónarmenn þessarar viku voru Friðrik og Elín þau höfðu þetta að segja um vikuna :
Þeim fannst frekar leiðinlegt að þurfa að vera læra og voru heldur ósátt við að þemadagarnir voru færðir til. En það var ekki hætt við þá svo það er góðs viti. Þeim þótti nemendur vinnusamir í bekknum í vikunni. Einnig finnst þeim afar skemmtilegt að vinna hópaverkefnið í samfélagsfræði, en þau eru að vinna fyrir ferðarskrifstofu og eru að afla sér upplýsingar um Ísland og búa til ferðir um staði sem þeim þykja áhugaverðir. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða þau við upplýsingaöflun.
Svo má nefna að Friðrik hefur búið til handrit og hann ætlar sér að búa til stutt leikrit jafnvel stuttmynd úr því. Hann hefur prentað út eintök fyrir krakkana í bekknum og vill að allir taki þátt í gerð þessa verkefnis og allir eru mjög viljugir. Þetta er mjög flott.
Og síðast en ekki síst, hún Elín okkar á afmæli dag !! Til hamingju með daginn þinn fallega stelpa !! Knús frá bekknum þínum!!!
Góðar kveðjur,
Friðrik Heiðar, Elín Viktoría, Sóley Ósk og Lára.