Fara í efni

Flóttamannabúðir og þakklæti

14.02.2014
Heil og sæl.Ýmislegt áhugavert og spennandi átti sér stað þessa viku. T.a.m fengu nemendur  loks "nýju" stofuna sína. Flekahurðarnar komu til okkar í vikunni og var strax hafist hand...
Deildu
Heil og sæl.
Ýmislegt áhugavert og spennandi átti sér stað þessa viku. T.a.m fengu nemendur  loks "nýju" stofuna sína. Flekahurðarnar komu til okkar í vikunni og var strax hafist handa við að koma þeim upp, rifa niður tvo aðra veggi og búa þannig til tvær stórar stofur í stað þriggja minni. Nemendur notuðu svo miðvikudagsmorgun í að flytja milli stofa og lögðust allir nemendur skólans á eitt við flutning enda voru allir bekkir að flytja utan 10. bekkjar, en nemendur þess bekkjar lögðu þó lið við t.d. stólaburð og fleira. 1. tími eftir nesti fór því að mestu í flutninga en að öðru leiti var lítil röskun á kennslu. Við höfum komið okkur þokkalega fyrir og vonumst til að það klárist í næstu viku.
Í dag settu nemendur Grunnskólans upp sýnishorn af flóttamannabúðum. Þar gáfu nemendur gestum og gangandi m.a. færi á að skrifa þakklætisorð á hjörtu og hengja upp á þakklætisvegg, klæðast fatnaði úr ýmsum áttum á borð við það sem flóttamenn fá afhent í gegnum hjálparstarf, bera saman matarskammt einnar skólamáltíðar og dagsskamts flóttamanns auk  matarafganga 3 einstaklinga frá einni máltíð, sjá óskilamuni sem safnast hafa upp ásamt uppreiknuðu andvirði þeirra og fl. og fl. Á heimasíðu skólans má sjá frétt og myndir frá þessum viðburði.

Með ósk um góða helgi
Íris Björg og Kolla
Til baka í yfirlit