Í fyrstu vikunni eftir jólafrí skelltum við okkur saman út í náttúrufræðitíma. Ferðinni var fyrst heitið í smábátarhöfnina þar sem við skoðuðum lífverur hafsins. Við sáum þar helst krossfiska þótt einhverjir nemendur hafi viljað meina að þeir hafi séð skjaldböku. Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það kennararnir! :) Þaðan var haldið í fjöru þar sem nemendur týndu nokkra kuðunga og skeljar ásamt dálitlum þörungi sem við munum þurrka og hengja síðan á stóra plaggatið okkar í stofunni. Við erum nefnilega að búa til stórt plaggat á þessari önn í náttúrufræði með öllum helstu lífverum til sjós og himins sem við munum kynnast.
Endilega skoðið myndirnar sem fylgja þessari litlu frétt, bestu kveðjur frá okkur öllum!
Nemendur í 5.-7. bekk, Kolla og Malla Rós.
Fjöruferð og smábátahöfnin í náttúrufræði
13.01.2013
Í fyrstu vikunni eftir jólafrí skelltum við okkur saman út í náttúrufræðitíma. Ferðinni var fyrst heitið í smábátarhöfnina þar sem við skoðuðum lífverur hafsins. Við sáum þ...
