Kæru foreldrar og nemendur.
Í enskutímanum í dag unnum við með 10 enskar óreglulegar sagnir. Það er mikilvægt að
nemendur læri þessar sagnir á námsferlinum sínum. Einhverjir kunna þessar sagnir nú
þegar en nú ætlum við að læra 10 óreglulegar sagnir utanbókar og 1. sagnaprófið
verður mánudaginn 17. október þar sem þessar 10 óreglulegu sagnir koma fyrir: be,
come, write, buy, do, eat, tell, go, give og think.
a) Reglulegar sagnir mynda allar þátíð og lýsingarhátt þátíðar á sama (reglulegan)
hátt með endingunni -ed og taka allar á sig þriðju persónu-s í þriðju persónu,
eintölu, nútíð. Reglulegar sagnir mynda lýsingarhátt nútíðar með endingunni -ing.
b) Óreglulegar sagnir mynda allar þátíð eða lýsingarhátt þátíðar eða báðar þessar
sagnmyndir óreglulega (ekki með endingunni -ed), en taka allar á sig endinguna -s í
þriðju persónu, eintölu, nútíð. Óreglulegar sagnir, eins og reglulegar sagnir, mynda
lýsingarhátt nútíðar með endingunni -ing.
Þátíð og lýsingarháttur reglulegra sagna í ensku myndast með endingunni -ed.
Óreglulegar sagnir nota ekki þessa endingu til þess að mynda þessar tíðir, heldur
ýmsan annan hátt. Þar sem þessar sagnir hlýta ekki hinni almennu reglu, verður að
læra þær utan að til þess að geta notað þær rétt.
Í viðhengi má sjá blaðið sem nemendur fengu með sér heim í dag.
Nú er tilvalið að æfa sig heima við eldhúsborðið, í bílnum eða bara hvar sem er :o)
Með kveðju,
Hildur
Enskar sagnir
11.10.2011
Kæru foreldrar og nemendur.Í enskutímanum í dag unnum við með 10 enskar óreglulegar sagnir. Það er mikilvægt aðnemendur læri þessar sagnir á námsferlinum sínum. Einhverjir kunna þe...