Fara í efni

Enska og náttúrufræði 23.-30. janúar

23.01.2012
Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn í 9. og 10. bekk.Hér koma viðmið í ensku og náttúrufræði vikuna 23.-30. janúar. Enska:Samkvæmt kennsluáætlun eiga nemendur að vinna Action ...
Deildu

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn í 9. og 10. bekk.

Hér koma viðmið í ensku og náttúrufræði vikuna 23.-30. janúar.

 

Enska:
Samkvæmt kennsluáætlun eiga nemendur að vinna Action lesbók bls. 54-62 og Action vinnubók A bls. 47-55. Einhverjir eru komnir lengra og hafa fengið afhenta vinnubók B, smásögur og málfræðiæfingar sem þeir geta unnið í. Mikilvægt er að nemendur setji sér áform og stefni að einhverju í þessari viku hvort sem þeir fylgja kennsluáætlun eða ekki. Sjá Skjatta. Nemendur vinna sem mest í skólanum en það sem ekki klárast þar verður að vinna heima.
ATH: Þriðjudaginn 31. janúr nk, er sagnapróf 5, sjá blað.

 

Náttúrufræði:
Sól, tungl og stjörnur. Nú erum við að ljúka við 2. kafla. Við lesum bls. 63-69 í vikunni, glósum og vinnum verkefni. Eftir það er upprifjun úr kafla 2. Mikilvægt er að nemendur sem misst hafa úr kennslu verði sér út um glósur, spurningar og verkefni.
ATH: Próf úr 2. kafla er mánudaginn 30. janúar nk. Skoða vel allar glósur og spurningar frá kennara.

 

Hikið ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!

Kær kveðja,
Hildur
s. 661-2010
hildur@holmavik.is

Til baka í yfirlit