Fara í efni

Enska

10.10.2011
Nú ætlum við að læra 10 óreglulegar sagnir utanbókar.ATH: 1. sagnaprófið verður mánudaginn 17. október þar sem þessar 10 óreglulegu sagnir koma fyrir.a) Reglulegar sagnir mynda allar...
Deildu
Nú ætlum við að læra 10 óreglulegar sagnir utanbókar.
ATH: 1. sagnaprófið verður mánudaginn 17. október þar sem þessar 10 óreglulegu sagnir koma fyrir.


a)
Reglulegar sagnir mynda allar þátíð og lýsingarhátt þátíðar á sama (reglulegan) hátt með endingunni -ed og taka allar á sig þriðju persónu-s í þriðju persónu, eintölu, nútíð. Reglulegar sagnir mynda lýsingarhátt nútíðar með endingunni -ing.


b)
Óreglulegar sagnir mynda allar þátíð eða lýsingarhátt þátíðar eða báðar þessar sagnmyndir óreglulega (ekki með endingunni -ed), en taka allar á sig endinguna -s í þriðju persónu, eintölu, nútíð. Óreglulegar sagnir, eins og reglulegar sagnir, mynda lýsingarhátt nútíðar með endingunni -ing.

Þátíð og lýsingarháttur reglulegra sagna í ensku myndast með endingunni -ed. Óreglulegar sagnir nota ekki þessa endingu til þess að mynda þessar tíðir, heldur ýmsan annan hátt. Þar sem þessar sagnir hlýta ekki hinni almennu reglu, verður að læra þær utan að til þess að geta notað þær rétt.

   

íslensk þýðing

nútíð
(to)

þátíð
(yesterday I..)

lýsingarh. þátíðar
(I have)

vera

be

was

been

koma

come

came

come

skrifa, rita, skrá

write

wrote

written

kaupa

buy

bought

bought

gera

do

did

done

borða

eat

ate

eaten

segja frá

tell

told

told

fara

go

went

gone

gefa

give

gave

given

hugsa, álíta, telja

think

thought

thought

Til baka í yfirlit