Fara í efni

English

06.09.2011
Kæru nemendur og foreldrar.Ég hef það fyrirkomulag í enskunni að ég áætla námsefni fyrir vikuna sem nemendurleysa í skólanum og heima. Vikuskammturinn getur verið misjafn frá manni ti...
Deildu
Kæru nemendur og foreldrar.

Ég hef það fyrirkomulag í enskunni að ég áætla námsefni fyrir vikuna sem nemendur
leysa í skólanum og heima. Vikuskammturinn getur verið misjafn frá manni til manns
og ef nemendur vinna vel í skólanum ættu þeir ekki að þurfa að vinna mikið heima.
Það er þó mjög mikilvægt að nemendur í 10. bekk sem eru á leið í samræmt
könnunarpróf í ensku í lok mánaðarins nýti sér vel það efni sem fá hjá mér t.d.
gömul samræmd æfingarpróf og hefti. Enskur málfræðilykill (appelsínugulur) er mjög
góður sem upprifjun, þar eru hagnýtar reglur sem vert er að læra utanbókar fyrir
próf.

Vikuskammtinn skrifa ég upp á töflu í stofunni, set inn á skiladag á Mentor og
ætlast til að nemendur skrái það hjá þér í Skjatta. Í síðustu viku unnu nemendur
Action, lesbók bls. 4-9 og Action, vinnubók bls. 4-7. Í þessari viku vinna nemendur
í Action, lesbók bls. 10-19 og vinnubók bls. 8-15. Það er mikilvægt að nemendur 10.
bekkjar klári samræmt könnunarpróf í ensku 2010.

Hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

Með góðri kveðju,
Hildur
s. 661-2010
Til baka í yfirlit