Fara í efni

Eldri deild Ozon komin á Facebook

24.01.2011
Félagsmiðstöðin OzonFélagsmiðstöðin Ozon er nú komin með Facebook-síðu. Síðan er fyrst og fremst ætluð þátttakendum í 8.-10. bekk auk þess sem foreldrar og forráðamenn ungling...
Deildu
Félagsmiðstöðin Ozon


Félagsmiðstöðin Ozon er nú komin með Facebook-síðu. Síðan er fyrst og fremst ætluð þátttakendum í 8.-10. bekk auk þess sem foreldrar og forráðamenn unglinga í þessum bekkjum geta einnig fengið aðgang að síðunni. Tilgangur síðunnar er að mestu leyti að auðvelda það að koma á framfæri tilkynningum varðandi innra starf miðstöðvarinnar.

Rétt er að nefna strax að fésbókarsíða Félagsmiðstöðvarinnar Ozon kemur til með að taka mið af aldurstakmörkum Facebook-vefsins. Það þýðir að krakkar í 5.-7. bekk fá ekki aðgang að síðunni, en auglýsingum og tilkynningum til þeirra verður komið áfram eftir hefðbundnum leiðum.

Bestu kveðjur,
Arnar Snæberg Jónsson.
Til baka í yfirlit