Fara í efni

Eineltisáætlun fyrir starfsmenn Strandabyggðar

09.11.2012
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps hefur samþykkt eineltisáætlun fyrir starfsmenn allra sveitarfélaga á starfssvæði nefndarinnar. Áætlunina má sjá með því að smella hér. Meg...
Deildu
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps hefur samþykkt eineltisáætlun fyrir starfsmenn allra sveitarfélaga á starfssvæði nefndarinnar. Áætlunina má sjá með því að smella hér.

Meginmarkmið hennar snúast um að starfsfólk sveitarfélaganna sé öruggt í sínu vinnuumhverfi, sé meðvitað og upplýst um hvaða hegðun er óviðunandi á vinnustað þess, geti dregið úr hættu á einelti, þekki boðleiðir og sé meðvitað um málsmeðferð í eineltis- og áreitnismálum á sínum vinnustað. 
Til baka í yfirlit