Elsku mamma og pabbi
Ég er búin/n að vera rosalega dugleg/ur alla vikuna, ég vann öll þau verkefni sem fyrir mig voru lögð. Ég kláraði líka öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði.
Ég lærið stafinn T t og gerði mörg verkefni honum tengd, ég bjó til mörg orð með stafaböngsunum og skrifaði þau í stílabókina mína. Ég vann aukaverkefni um lesskilning, fallbeygði nokkur orð og las frjálst í frjálslestrarbók . Þannig að það má segja að ég hafi staðið mig frábærlega.
Ég er að byrja að læra að leggja saman tveggja stafa tölu og geyma, það er svolítið erfitt en ég er samt á góðri leið með að skilja úr á hvað þetta gengur. (1. bekkur)
En ég hélt áfram að æfa mig í að taka til láns og geyma, það er alveg að koma hjá mér og ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna ef ég verð í stuði. (2. - 3. bekkur)
Í bekkjarsamveru horfðum við á „Litlu lirfuna ljótu". Að myndinni lokinni ræddi ég við hina krakkana í bekknum um boðskap myndarinnar. Við vorum sammála um að hún fjallaði um einelti, mikilvægi vináttunnar, um framkomu, um það að það skiptir máli „hvað við segjum" og „hvernig við segjum það" og um fyrirgefningu. Síðan lét Vala mig hafa A4 blað og bað mig um að krumpa það eins mikið og ég gat, ég mátti hoppa á því, brjóta það saman en ég mátti alls ekki rífa það. Þegar ég var búin/n að þessu bað hún mig um að slétta það eins vel og ég gat og biðja blaðið um fyrirgefningar á því að hafa krumpað það. Það var sama hvað ég reyndi að slétta það og bað það oft um fyrirgefningu þá sléttaðist ekki úr krumpunum. Það sem ég átti að læra af þessu var að einelti skilur eftir sig ör á sálinni og það er sama hversu oft beðið er um fyrirgefningu örin sem eineltið skilur eftir sig verður alltaf til staðar.
Í „Við hjálpum" var rætt um hættur sem leyndust í eldhúsum, eins og beittir hnífar, sterk hreinsiefni, heitt vatn og ýmis rafmagnstæki. Ég skoðaði mynd og átti að merkja við það sem mér þætti athugavert, á myndinni voru krakkar að gera ýmislegt sem ekki er æskilegt að gera s.s. að setja hníf ofan í brauðrist, einn var að drekka hreinsilög og annar að búinn að setja plastpoka ofan á hausinn á sér og enn annar var að klippa gat fyrir augun. Þetta er eitthvað sem ég myndi aldrei gera.
Í íþróttum fór ég í badminton og ýmsa leiki, það var rosalega skemmtilegt. Svo gerði ég margt annað mjög skemmtilegt.
Annars stóð ég mig mjög vel og ég veit að ég er alveg frábær :)
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)