Elsku mamma og pabbi
Það má nú alveg segja það að ég hef staðið mig mjög vel alla vikuna. Ég kláraði öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði. Ég lærði stafinn Y y og gerði mörg verkefni honum tengd, ég fann nokkur orð sem byrjuðu á Y y, klappaði atkvæðin í þeim og valdi nokkur orð sem ég skrifaði í orðasafnið mitt. Ég skrifaði sögu í sögubókina mína og las frjálst í frjálslestrarbókinni minni. Þessa viku fékk ég ekki nein aukaverkefni í stærðfærði með mér heim, ætla að hvíla mig aðeins á þeim en um leið og ég kem til baka úr páskafríi þá fæ ég verkefni.
Á bekkjarfundi horfði ég á „Ávaxtakörfuna" og hún var rosalega skemmtileg. Boðskapur myndarinnar var mjög góður, ég lærði til dæmis að það sé ljótt að stríða og að allir eiga að vera vinir. Það má alls ekki gera grín af útliti annarra eða litarhætti og að þeim sem er strítt gætu liðið illa útaf því. Ekki mundi ég vilja að einhverjir væru að stríða mér, þannig að ég ætla að reyna að muna að vera góð/ur við alla.
Í trúarbragðafræði kláraði ég myndina mína um hindúatrú en ég ætla að vinna aðeins meira með þessa trú í næstu viku.
Ég gerði líka margt annað skemmtilegt eins og fór í sundtíma hjá Ásu, þar sem ég var að læra sundtökin í bringusundi. Fór í leiki hjá Árdísi og margt annað mjög skemmtilegt.
Ég fékk svo frí í skólanum á föstudeginum þar sem Vala ætlaði að hitta ykkur mamma og pabbi og segja ykkur hvað ég er búin að standa mig vel á þessari önn.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)