Fara í efni

Ég er rosalega dugleg/ur

11.01.2013
 Elsku mamma og pabbi   Ég var alveg rosalega dugleg/ur alla vikuna. Ég söng ásamt öllum hinum í bekknum afmælissönginn fyrir hann Stefán Dam, en hann varð 7 ár þann 7. janúar s.l....
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi 
  

Ég var alveg rosalega dugleg/ur alla vikuna. Ég söng ásamt öllum hinum í bekknum afmælissönginn fyrir hann Stefán Dam, en hann varð 7 ár þann 7. janúar s.l.  
 

Vikan einkenndist af rólegheitum, þar sem ég var svo dugleg/ur að vinna verkefnin mín bæði í íslensku og stærðfræði var tími til  að horfði á myndina „Gnomíó og Júlía". Eins fékk ég að horfa á atriðið mitt sem ég lék í á Litlu jólunum. Það var alveg ýkt cool og ég stóð mig mjög vel.  Stafurinn F f var kynntur og unnin voru verkefni honum tengd. Ég leitaði líka að samstæðum spilum í „munaspili" og svo bjó ég til orð með stafaspjöldunum og skrifaði þau niður í stílabókina mína.

      

Ég teiknaði áramótamynd, af brennunni, flugeldum, álfum og huldufólki og svo af mér og fjölskyldu minni. Það gekk alveg ljómandi vel og myndin mín tókst mjög vel. Ég perlaði, púslaði, las í frjálslestrarbók og lék mér af legó.  Í upplýsingatækni fékk ég að leika mér aðeins á Friv.com.

 

Annars var ég bara rosalega dugleg/ur alla vikuna og stóð mig frábærlega vel.

Mamma og pabbi getið þið hjálpað mér að muna að ég þarf að koma með inniskó í skólann. Ég ætla að nota þá í listum því að ég er að fara að byrja að smíða og ef ég er ekki í skóm þá get ég fengið flís í tásurnar mínar og það vil ég alls ekki. Eins verður hafragrauturinn aftur í boði í næstu viku :)

Frá kennara:   
Í desember sendi ég leyfisbréf heim með börnunum ykkar, ekki hafa þau öll borist til baka.  Þeir sem vilja leyfa birtingu af ljósmyndum barnanna sinna í foreldrabréf og inn á skólavefinn vinsamlegast skrifið undir og sendið til baka með barninu.  


Þar sem svartasta skammdegið er gengið í garð og mikilvægt er að börnin okkar séu vel sýnileg. Vil ég því biðja ykkur kæru foreldrar að huga að endurskinsvestum og endurskinsmerkjum.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.

Til baka í yfirlit