Fara í efni

Ég er frábær :)

08.02.2013
 Elsku mamma og pabbi   Vikan gekk mjög vel hjá mér. Ég var dugleg/ur að vinna öll þau verkefni sem fyrir mig voru lögð. Ég kláraði líka öll markmiðin mín bæði í íslensku og...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi   


Vikan gekk mjög vel hjá mér. Ég var dugleg/ur að vinna öll þau verkefni sem fyrir mig voru lögð. Ég kláraði líka öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði.


Ég lærið stafinn G g og gerði mörg verkefni honum tengd, Ég fór í orðabingó og það var mjög skemmtilegt, ég flokkaði myndir eftir stöfum, skrifaði sögu í sögubókina mína, bjó til setningar úr orði sem ég fékk af orðateningi og svo las ég frjálst í frjálslestrarbók. Þannig að það má segja að ég hafi staðið mig frábærlega.

Ég er enn að æfa mig í að  leggja saman tveggja stafa tölu og geyma, það er svolítið erfitt en það er alveg koma hjá mér. Ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna í ef ég verði í stuði. (1. bekkur).


Í tjáningu las Þorbjörg fyrir mig þjóðsöguna um hana Búkollu að því loknu endursagði ég henni söguna. Ég byrjaði svo á verkefninu okkar um Búkollu, ég valdi mér persónu úr sögunni og teiknaði hana, skrifaði nokkur lykilorð á renninga. Svo ætla ég að halda áfram að vinna í þessu verkefni í næstu viku. (1. bekkur).


Ég hélt áfram að æfa mig í að taka til láns og geyma, það er farið að ganga mun betur hjá mér. Ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna ef ég verð í stuði. (2. - 3. bekkur).

 

Á meðan Þorbjörg las þjóðsöguna um Búkollu fyrir nemendur í 1. bekk las Vala söguna um Blómin á þakinu fyrir mig endursagði ég henni söguna. Ég byrjaði svo á verkefninu okkar um Blómin á þakinu, ég valdi mér persónu úr sögunni og teiknaði hana. Ég ætla að vinna meira í þessu verkefni í næstu viku. (2. - 3. bekkur).


Í „Við hjálpum" hélt ég áfram að skoða hættur sem leynast í umhverfinu og vann verkefni því tengt.

 

Ég tók þátt í hugmyndavinnu um skólalóðina, teiknaði og skrifaði hugmyndirnar mínar á blað og setti í hugmyndabankann. Ég gerði líka skissu af útilistaverki sem minna átti alla á að vera góð/ur við hvert annað.

Í íþróttum fór ég í körfubolta og ýmsa leiki, það var mjög gaman. Svo gerði ég margt annað mjög skemmtilegt.

Ég stóð mig mjög vel og var algjörlega til fyrirmyndar :)

Elsku mamma og pabbi getið þig hjálpað mér aðeins og skoðað með mér ofan í pennaveskið mitt, það þarf kannski strokleður, blýant, yddara eða liti.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)
Til baka í yfirlit