Dúkkulísa er dramatískt verk sem fjallar um unglinga sem eru á leið á ball en fjölskylduaðstæður, ástarmál og ýmislegt fleira flækir málið, svo mjög að feiri en einn mögulegur endir eru á sýningunni.
Leikendur eru Brynhildur Sverrisdóttir, Díana Jórunn Pálsdóttir, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir
Sýnt verður baksviðs í Félagsheimilinu á Hólmavík 22. febrúar kl. 19, 24. febrúar kl. 15 og 26. febrúar kl. 19. Miðaverð er 2000 krónur, sýningin tekur um klukkustund í flutningi og á henni er ekkert hlé. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að millifæra fyrir miðaverði.
