Eins og fram hefur komið mun undirritaður kenna dönsku í 9.og 10. bekk í vetur
Viðfangsefnin í upphafi hafa mikið snúist um að minnanemendur á aðferðir sem mikilvægt er að nota þegar tungumálanám er annarsvegar.Þá er alltaf mikilvægt að rifja upp hvaða vinnubrögð við þurfum að tileinkaokkur til að ná árangri í námi og gera nemendum grein fyrir til hvers er ætlastaf þeim. Sem dæmi um góð vinnubrögð ítungumálanámi er notkun orðabókar en einnig eru glósur óaðskiljanlegur hlutitungumálanáms. Þetta á sérstaklega við í samhengi við það að árangur nemenda ítungumálanámi felst oftar en ekki í hvernig hann nær að bæta við orðaforða sinná hinu erlenda máli. Þannig legg ég mikla áherslu á að í upphafi hverrar kennslustundarsé orðabókin komin upp á borð áður en verkefnavinnan hefst. Oftast eiganemendur eða hafa aðgang að einni orðabók sem í flestum tilvikum ætti að duga.Það gæti hinsvegar verið frábært ef þau eru með eina heima og eina í skólanumþví oft vill orðabókin gleymast og er þá ekki til taks þegar á þarf að halda.Oftar en ekki er auðvelt að fá orðabækur lánaðar hjá vinum eða ættingjum þarsem þær liggja rykfallnar í bókahillum eða bókakössum. Ég hvet ykkur öll til aðkíkja á þetta.
Í tengslum við þessa umfjöllun höfum við unnið verkefnisem leggur áherslu á að rifja upp orðaforða og bæta við algengum orðum sem erusérstaklega mikilvæg í daglegum samskiptum. Fyrsta verkefnið sem nemendur unnu kölluðumvið Um mig eða Om mig. Þarna þurftu nemendur fyrst aðskrifa upp texta á íslensku sem sneri að þeim sjálfum, aldri, fjölskylduáhugamálum o.fl. Í framhaldinu þýddu þausvo textann sinn yfir á dönsku. Að lokum fóru þau síðan maður á mann og æfðusig að tala á dönsku útfrá textanum sínum og víðara samhengi eins og hverjum ogeinum var lagið.
Á miðvikudag nálguðust nemendur grunnbók vetrarins ábókasafninu sem heitir því viðkunnalega nafni EKKÓ auk málfræðiritsinsGrammatik sem er margslungin málfræðiflóra í helstu atriðum danskrar málfræði.Þá afhenti ég þeim verkefnahefti A sem fylgir Ekkóbókinni. Auk grunnbókarinnarmunum við nota mikið af ítarefni og greinum ásamt áhugaverðum smásögum og blaðagreinum. Danskir fréttavefir eru góð uppspretta að verkefnavinnu og lesskilningi svodæmi séu nefnd.
Ég vil nota tækifærið hér og minna nemendur og foreldra áþá staðreynd að ef nemendur nýta tíma sinn vel í skólanum og fókusa áviðfangsefnin er heimanám ólíklegra en annars utan þess að nemendur lesayfirleitt heima í dönsku. Fyrir mánudag eiga þau t.d. að lesa inngangskaflann íEKKÓ og kynna sér vel út á hvað námsefnið gengur.
Að lokum vil ég nefna að áhugi er eitt sterkasta aflið íöllu námi og þá ekki síst þegar kemur að tungumálanámi. Hvorki foreldrar eðakennarar geta tekið því sem sjálfsögðum hlut að brennandi áhugi sé til staðarhjá öllum unglingum að læra tungumál eins og dönsku sem í raun er hvergi aðfinna í málumhverfi þeirra og daglegu lífi.
Nemendur sjá kannski ekki tilganginn með kennslugreinarinnar í grunnskólum. Í þessu ljósi er mikilvægt að foreldrar tali jákvætt um greinina en fagmennska kennarans ídönskukennslunni er að að leita sem víðast fanga og nálgast nemendur áforsendum þeirra og leyfa þeim að taka þátt í leitinni að góðu og áhugaverðukennsluefni. Mikilvægt að vera ekki fastur í viðjum bókarinnar því áhugahvötingerir oft meira til árangurs t.d. fyrir þá sem ná ekki tengja sig þetta ákveðnakennsluefni vetrarins. Margir sem fjalla um nám og kennslu og sérfræðingar ásviði tungumálakennslu telja að staðlaðar kennslubækur dugi skammt í nútíma tungumálakennslu.Internetið hefur gerbreytt aðstöðu okkar til að ná í fjölbreytt efni, bæðiritað og talað.
Med venlig hilsen
Bings!
Bjarni Ómar
Danskar fréttir
04.09.2011
Eins og fram hefur komið mun undirritaður kenna dönsku í 9.og 10. bekk í veturViðfangsefnin í upphafi hafa mikið snúist um að minnanemendur á aðferðir sem mikilvægt er að nota þegar...