Fara í efni

Danska

03.09.2011
Undirritaður mun kenna dönsku í 7. og 8. bekk þar tilÁrný Huld Haraldsdóttir tekur við kennslunni sem verður líklega vikuna 11. - 15. september n.k.  Viðfangsefnin í upphafi hafa miki...
Deildu
Undirritaður mun kenna dönsku í 7. og 8. bekk þar tilÁrný Huld Haraldsdóttir tekur við kennslunni sem verður líklega vikuna 11. - 15. september n.k. 

Viðfangsefnin í upphafi hafa mikið snúist um að minnanemendur á aðferðir sem mikilvægt er að nota þegar tungumálanám er annarsvegar.Þá er alltaf mikilvægt í upphafi náms að rifja upp hvaða vinnubrögð við þurfumað tileinka okkur til að ná árangri og gera nemendum grein fyrir til hvers erætlast af þeim í námi.  Sem dæmi umvinnubrögð er notkun orðabókar en einnig eru glósur óaðskiljanlegur hlutitungumálanáms.  Þetta á sérstaklega við ísamhengi við það að árangur nemenda í tungumálanámi felst oftar en ekki í hvernighann nær að bæta við orðaforða sinn á hinu erlenda máli.

Í tengslum við þessa umfjöllun höfum við unnið verkefnisem leggja áherslu á að rifja upp orðaforða og bæta við algengum orðum sem eru sérstaklegamikilvæg í daglegum samskiptum. Fyrsta verkefnið sem nemendur unnu kusum við aðkalla Um mig  eða Om mig. Þarna þurftu nemendur fyrstað skrifa upp texta á íslensku sem sneri að þeim sjálfum, aldri, fjölskylduáhugamálum o.fl.  Í framhaldinu þýddu þausvo textann sinn yfir á dönsku. Að lokum fóru þau síðan maður á mann og æfðusig að tala á dönsku útfrá textanum sínum.  Einhver eiga eftir að tala saman í tengslumvið þetta verkefni en það klára þau í næstu viku.

Á miðvikudag byrjuðum við svo að vinna í ítarefni semheitir Slotten eða Kastalinn/Höllin. þarna er lítil saga á ferð af þeim félögumKasper og Jasper sem eyða degi á ströndinni en dragast inn í skemmtileg ævintýrþegar þeir byggja sér sandkastala. Verkefnið er lesskilningsverkefni og eins ogáður er orðabókin besta verkfærið við að vinna verkið. Allir æfðu sig að lesastuttar setningar í upphafi sögunnar sem þeir síðan lásu upphátt fyrir bekkinnhver á fætur öðrum. Í lok heftisins sem sagan Slotten er í er svo stuttaukaverkefni sem ég útbjó og kallast FODBOLD eða fótbolti. Þar þurfa nemendur aðþýða texta sem lýsir fótboltaíþróttinni í stuttu máli.  Þetta er auðvitað sérstaklega gert fyrir stelpurog stráka í  7. og 8. sem hafa einstaklegamikinn áhuga á fótbolta. Við höldum áfram að vinna í Slotten ogfóboltaverkefninu í næstu viku.

Allir hafa staðið sig vel í þessum tveimur verkefnum ogvoru jákvæðir og fúsir til verka. Þetta hefur meðal annars gert það að verkumað ég hef ekki sett upp neitt heimanám. Ég vil nota tækifærið og minna nemendurog foreldra á  að ef nemendur nýta tíma sinnvel í skólanum og fókusa á viðfangsefnin er heimanám ólíklegra en annars.  

að lokum vil ég nefna að áhugi er eitt sterkasta aflið í öllu námi og ekki síst þegar kemur að tungumálanámi.Hvorki foreldrar eða kennarar geta ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut aðbrennandi áhugi sé til staðar hjá öllum börnum eða unglingum að læra tungumálsem hvergi er að finna í málumhverfi þeirra og daglegu lífi. Þarna hefurdanskan oft verið nefnd og átt undir högg að sækja þegar nemendur og foreldrarsjá kannski ekki tilganginn með kennslu greinarinnar í grunnskólum. Í þessuljósi er mikilvægur hluti af fagmennsku kennarans að leita sem víðast fanga og nálgastnemendur á forsendum þeirra og leyfa þeim líka að taka þátt í leitinni.  Mikilvægt að vera ekki fastur í viðjum bókarinnarþví áhugahvötin gerir oft meira til árangurs. Margir sem fjalla um nám ogkennslu og sérfræðingar á sviði tungumálakennslu telja að staðlaðarkennslubækur dugi skammt í nútíma tungumálakennslu. Internetið hefur gerbreyttaðstöðu okkar til að ná í fjölbreytt efni, bæði ritað og talað.

Þannig munu nemendur í 7. og 8. bekk bæði vera meðgrunnbók og ítarefni sem ýtir undir þennan áhuga. Grunnbókin kemur ekki innfyrr en Árný kemur til starfa enda best að hún ýti henni úr vör með sínumaðferðum. Efnið sem við ætlum að taka upp í vetur heitir START. Þetta er nýttkennsluefni í dönsku sem ætlað er miðstigi. Við lítum fyrst og fremst á Startefnið sem upprifjun en að því loknu tekur við framhaldsefnið SMART semreynir meira á nemendur. Auk þessa vinna nemendur með smásögur o.fl. sem kynntverður síðar.

Læt staðar numið hér, gangi ykkur vel. 

Bings!

Bjarni Ómar

Til baka í yfirlit