Fara í efni

Brúarvíglsa

04.07.2018
Einn af viðburðum Hamingjudaga var að víga nýbyggða brú yfir Hvítá. Félag eldri borgara bauð öllum áhugasömum að taka þátt í gönguferð með þeim en félagið fer vikulega í g?...
Deildu
Einn af viðburðum Hamingjudaga var að víga nýbyggða brú yfir Hvítá. Félag eldri borgara bauð öllum áhugasömum að taka þátt í gönguferð með þeim en félagið fer vikulega í gönguferðir allt árið um kring. Hluti af göngunni var svo að stoppa við brúna og víga hana ásamt smiðum brúarinnar, Sverri Guðbrandssyni og Ágústi Þormari Jónssyni, og formanni skipulags- og umhverfisnefnd Eiríki Valdimarssyni. Var þessi viðburður vel sóttur en um 40 manns tóku þátt og er mikil ánægja með brúna sem ætti að nýtast vel næstu árin.
Til baka í yfirlit