Brekkusöngur á föstudagskvöldi
25.06.2020
Á föstudagskvöldinu ætlum við að hittast á nýjum stað í brekkusöngnum. Ný staðsetning verður í hvamminum fyrir neðan Heilbrigðisstofnunina og vonandi geta íbúar og dvalargestir...

Á föstudagskvöldinu ætlum við að hittast á nýjum stað í brekkusöngnum. Ný staðsetning verður í hvamminum fyrir neðan Heilbrigðisstofnunina og vonandi geta íbúar og dvalargestir á þeirri stofnun tekið meiri þátt nú. Eins og í fyrra mætir Kristján Sigurðsson í miklu stuði og tekur vel valin lög kl. 21.00. Eftir brekkusönginn göngum við fylktu liði inn á Kópnes en þar mun Geislinn sjá um varðeld. Mætum sem flest og tökum þátt.