Kæru foreldrar
Vikan gekk mjög vel og voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum.
Stafurinn Ð ð var kynntur og unnu nemendur í 1. bekk verkefni honum tengd. Í stærðfræði erum við enn að vinna með tölurnar 0 - 20, samlagningu og frádrátt. Hafa allir nú fengið nýja Sprotabók.
Í nesti voru allir með gómsætar rjómabollur :)
Í listum héldu nemendur áfram með pappírsverkefnið en þau voru að búa til litlar pappírsskálar.
Á miðvikudeginum var öskudagur og voru nemendur í fríi þann dag. Flestir notuðu daginn til að ganga á milli fyrirtækja og syngja í skiptum fyrir smá góðgæti í poka5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar í vikunni, nemendur unnu í stærðfræði og eina blaðsíðu í Skólabókinni minni .
Í tónmennt skemmtu allir sér voða vel, en við fórum í nokkra hreyfileiki J
Við byrjuðum föstudaginn á því að hafa kósy stund og horfðum á DVD. Í nestistímanum máttu allir sem vildu grilla sér samloku í setustofunni.
Í vikunni verður samspilsvika hjá nemendum skólans. Á föstudag verður furðulegur hárdagur en gaman verður að sjá ýmsar útgáfur af furðuhárgreiðslum
Með góðri kveðju,
Vala
