Vikan gekk ógeðslega vel, ég var rosalega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfæði.
Í listum hjá Ástu var ég að vinna með grunnlitina og byrjaði að mála litahringinn, það gekk bara nokkuð vel hjá mér.
Í náttúrufræði fór ég með Jensínu og öllum hinum í bekknum upp í Rósulaut og gróðursetti nokkur birkitré. Það var alveg rosalega gaman. Svo vann ég aðeins í þemaverkefninu ,,Allt um mig". Ég fræddist um vöðvana og hvaða tilgangi þeir þjóna, um taugafrumurnar sem virka eins og símboðar um allan líkamann minn og svo teiknaði ég eina mynd af mér. Á þeirri myndinni hafði ég ekki farið í klippingu í tíu ár. Þannig að ég var orðin svolítið hárprúð/ur.
Í vettvangsferð fór ég út með öllum hinum og við leituðum að formum í nágrenni við skólann og ég fann alveg helling, það eru mörg form hægt að finna í húsum, skiltum og girðingum svo eitthvað sé nefnt.
Ég fór líka í spilið alias sem er orðskýringarleikur og það var alveg ótrúlega skemmtileg, ég átti að útskýra orð og mátti nota samheiti og andheiti sem vísbendingar um orðið. Ég vona að ég fái að fara aftur í þennan leik fljótlega :)
Í íþróttum hjá Árdísi þá fór ég meðal annars í tarzan leik og bandý það var alveg geðveikt gaman.
Annars er ég búin að vera rosalega dugleg/ur alla vikuna ég kláraði öll markmiðin mín og stóð mig frábærlega vel og ég var líka gjörsamlega til fyrirmyndar. Næsta mánudag þ.e.a.s. mánudaginn 1. október þarf ég ekki að mæta í skólann þar sem það verður starfsdagur kennara.
Göngum í skólann verkefnið er haldið í sjötta sinn eins og undanfarin tvö ár ætlar skólinn minn að taka þátt í verkefninu. Eins og áður er áhersla lögð á að ég gangi eða hjóli til og frá skóla. En markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar og þar sem ég er mjög dugleg/ur að hreyfa mig þá verður þetta ekkert mál. Göngum í skólann hefst hjá mér miðvikudaginn 3. október og lýkur miðvikudaginn 10. október með lokahófi og sameiginlegri gönguferð. Ég ætla nú aldeilis að reyna að standa mig og ég veit vel að ég á eftir að gera það.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Dúna biðja að heilsa :)
