Það eru sannkallaðir hamingjustraumar sem leika um íbúa í Strandabggð þessa stundina. Fyrir stuttu síðan birti til á Hólmavík og menn litu heiðbláan og bjartan himinn í fyrsta skipti í allnokkurn tíma. Veðurspáin fyrir helgina er góð og bendir margt til þess að einna mestu hlýindin á landinu verði einmitt á Hamingjudögum á Hólmavík.
Í gær var frábært námskeið í hláturjóga í félagsheimilinu sem var vel sótt af konum á öllum aldri (en engum karlpeningi). Í kvöld verður hátíðinni haldið áfram, en þá fer fram Pub Quiz í Pakkhúsinu á Café Riis. Atburðurinn hefst kl. 21:00, en stjórnandi og spyrill er hin góðkunna Halla Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-Fagradal. Strandamenn eru hvattir til að mæta á atburðinn, ekkert kostar inn en til mikils er að vinna!
Barþraut á Café Riis í kvöld
29.06.2011
Það eru sannkallaðir hamingjustraumar sem leika um íbúa í Strandabggð þessa stundina. Fyrir stuttu síðan birti til á Hólmavík og menn litu heiðbláan og bjartan himinn í fyrsta skip...
