Ég var rosalega dugleg/ur í vikunni. Í listum hjá Dúnu byrjaði ég á pappírsmyndverki, ég byrjaði á því að mála pappírshólk, síðan braut ég hann saman og klippti svo niður í sex búta (þeir voru að vísu ekki alveg jafnstórir hjá mér en það er alveg í góðu lagi). Ég leiraði aðeins og svo bjó ég til fallega mynd með klessulitum.
Ég náði að klára öll markmiðin mín í íslensku. Alda sýndi mér staf vikunar að þessu sinni var það Ey ey alveg eins og í eyra og Eyþór.
Í stærðfræði var ég að vinna í Sprota og ég var að vinna með tölfræði, telja og flokka allskonar hluti og setja upp í línurit, svo voru sumir að vinna með tölurnar upp í 100 og þá voru þeir að fást við plús og mínus.
Í íþróttum hjá Kolla var geggjað gaman, ég var að undirbúa mig fyrir sundprófið, ég æfði mig í flugsundi og baksundi og það gekk mjög vel. Ég var meira að segja miklu betri en Kolli að synda flugsund.
Í ensku fór ég í bendi leikinn, en þá sagði Vala eitthvað orð og ég átti að benda á hvað það þýddi. Svo fórum ég líka í spurningaleik.
Í tónmenntatíma fór ég í allskonar leiki og svo kenndi ég krökkunum í 3. bekk ,,spegilinn, klapp- og flækjuleikinn"
Svo var kósýstund á föstudeginum, ég mætti með bangsan minn og saman horfði við á myndina ,,How to train your dragon".
Annars er ég búin/n að standa mig vera mjög vel í vikunni og hegðun mín var til fyrirmyndar eða það segja Vala og Alda allavegna :)
Með góðri kveðju,
Brynhildur, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnhildur Kría, Hrafnkatla og Þorsteinn
