Fara í efni

Bakkabræður komu og lásu fyrir okkur sögu

16.11.2012
 Elsku mamma og pabbi   Ég stóð mig mjög vel eins og venjulega alla vikuna. Ég var dugleg/ur að vinna bæði í íslensku og stærðfræði. Ég söng afmælissöng fyrir Írisi Jökulró...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi   


Ég stóð mig mjög vel eins og venjulega alla vikuna. Ég var dugleg/ur að vinna bæði í íslensku og stærðfræði.


Ég söng afmælissöng fyrir Írisi Jökulrós, en hún varð 6 ára þann 13. nóvember sl.  
 

Í listum hjá Ástu vann ég áfram með fiskabúrið mitt og svo aðeins í boltanum mínum. Það var rosalega skemmtilegt.


Í íþróttum hjá Árdísi fór ég m.a. í fimleika og  látbragðsleik


Á miðvikudeginum kom hún Kristín af bókasafninu og hún las fyrir mig einn kafla um Emil í Kattholti. Þegar hann dró systur sína upp á fánastönginni svo að hún gæti séð betur um sveitina. Það þótti mér geðveikt fyndið.

 

Á fimmtudeginum var svo frí hjá mér en í staðinn fóruð þið, mamma og pabbi og hittuð Völu. Hún hefur eflaust sagt ykkur hvað ég er búin/n að standa mig vel í skólanum. En ég veit að Völu fannst mjög gagnlegt og gaman að fá að hitta ykkur.


Dagur íslenskrar tungu var á föstudeginum og þá komu Fannar Freyr, Guðmundur Ari og Theodór úr 10. bekk og þeir lásu fyrir mig og hina, söguna um bakkabræður. Það var rosalega skemmtilegt.

 
Mamma og pabbi, nú er farið að vera frekar kalt úti og þess vegna er svo mikilvægt að ég komi vel klædd/ur í skólann þannig að mér verði ekki kalt.

Annars var ég bara frekar dugleg/ur alla vikuna og stóð mig mjög vel.

 

Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Til baka í yfirlit