Þá er einnig upplestur úr dagbókum og sögum, söngatriði og ljóð eftir Strandamenn á dagskránni. Kaffi og konfekt, kakó og piparkökur á boðstólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bókahátíðin er styrkt af Sparisjóði Strandamanna, Menningarsjóði Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Menningarráði Vestfjarða.
Nú um áramótin lætur Ester Sigfúsdóttir af störfum við bókasafnið eftir 10 ára starf. Kristín S. Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun taka við. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Ester bestu þakkir og býður Kristínu velkomna til starfa.
