Fara í efni

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 26. júlí 2010

26.07.2010
Fundur haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefndStrandabyggðar mánudaginn 26. júlí 2010 kl. 17:00 á skrifstofuStrandabyggðar. Jón Gísli Jónssonoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en a...
Deildu

Fundur haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefndStrandabyggðar mánudaginn 26. júlí 2010 kl. 17:00 á skrifstofuStrandabyggðar. Jón Gísli Jónssonoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en aðrir fundarmenn voru Elfa BjörkBragadóttir, Matthías S. Lýðsson og Kristín Sigurrós Einarsdóttir (ritari). JónEðvald Halldórsson og Jón Vilhjálmur Sigurðsson voru fjarverandi vegnasumarleyfa. Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.

2. Umræða um starfsemi nefndarinnar.

3. Umræða um fækkun opinberra starfa íStrandabyggð.

4. Minnisblað um umbætur tengdar hafnarsvæði.

5. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Samþykkt var samhljóða að Elfa Björk yrði formaður, Matthías varaformaður ogKristín Sigurrós ritari.

 

2. Umræða um starfsemi nefndarinnar.

Í umræðum umstarfsemi nefndarinnar kom fram eindreginn vilji til að Atvest fái fundarboðþannig að framkvæmdastjóri eða starfsmaður Atvest geti setið fundina. Einnig eróskað eftir að hafnarvörður fái fundarboð. Þá óskar nefndin eftir að oddvitisitji fundi, þar til sveitarstjóri kemur til starfa, en eftir það sitjisveitarstjóri fundi. Einnig óska nefndarmenn eftir að nefndinni beristreglulega upplýsingar um atvinnuleysi á svæðinu og hvernig atvinnulausir eru aðnýta þau úrræði sem eru í boði.

 

Nefndinni leikur forvitni á að kynna sérframtíðarsýn ungmenna í sveitarfélaginu og komast til dæmis að því hvort þausjá fyrir sér framtíðarbúsetu í sveitarfélaginu. Rætt var um verkefni sem HelgaSigurðardóttir vann skömmu fyrir árið 2000, „Strandir í sókn“ þar sem meðalannars var gerð einhvers konar viðhorfskönnun meðal ungs fólks.

 

Varðandi hafnarmálvísast í 4. lið. Ljóst er að nóg er af hugmyndum hjá nefndinni og eiga þæreftir að mótast betur síðar.

 

Þá var tekið til við umræður um atvinnumál ísveitarfélaginu almennt. Fundarmenn veltu fyrir sér ástæðum þess að ráða þyrftifólk úr öðrum sveitarfélögum til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum meðanatvinnuleysi er í sveitarfélaginu. Þá var rætt um hvort fleiri ríkisstofnanirværu hugsanlega búnar að gefa út skýrslur um breytingar á opinberum störfum,sbr. skýrslu um breytingar á sýslumannsembættum (sjá 3. lið). Einnig var umræðaum störf sem orðið hafa til í sveitarfélaginu síðustu ár og framtíðarhorfurvarðandi þessi störf. Matthías og Elfa Björk lýsti yfir ánægju sinni með aukiðstarfshlutfall hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, en Kristín Sigurrós starfsmaðurþar hefur verið ráðinn í 100% starf frá 15. ágúst. Þá var rætt um ástand íatvinnulífinu og t.a.m. komu fram áhyggjur af niðursveiflu í starfsemiverktaka.

 

Fundarmenn lýstu áhyggjum af því að ekki skuli vera til nægilegthúsnæði í sveitarfélaginu og það skuli standa samfélaginu fyrir þrifum þegarauglýst er eftir fólki til starfa.

 

Fundarmenn er afar ánægðir með súpufundi semverið hafa á Café Riis en ljóst er að ákveðinn hópur fólks kemst ekki áhádegisfundi og áhugavert væri að prófa aðra fundartíma.

 

3. Umræður um fækkun opinberra starfa íStrandabyggð.
Elfa Björk lagði fram skýrslu um tillögur að breytingum á skipansýslumannsembætta í landinu frá 28. febrúar 2010, sem birt hefur verið á vefdómsmálaráðuneytisins. Lagði Elfa Björk til að nefndinni gæfist færi á að kynnasér skýrsluna fyrir næsta fund. Einnig myndi nefndin afla sér upplýsinga umhvort sambærilegar skýrslur væru til varðandi Heilbrigðisstofnun Vesturlands ogVegagerðina eða hvort stefnt sé að fækkun starfa á þeirra vegum á svæðinu. Samþykktvar að fela formanni að senda erindi til áðurnefndra aðila fyrir næsta fund.

 

4. Minnisblað um úrbætur tengdar hafnarsvæði.
Oddviti benti nefndarmönnum á reglugerð um Hólmavíkurhöfn sem birt hefur veriðá vef Strandabyggðar og nefndin mun kynna sér fyrir næsta fund. Fyrir fundinumlá minnisblað um umbætur tengdar hafnarsvæði frá fundi oddvita og varaoddvitameð starfsmönnum áhaldahúss Strandabyggðar frá 23. júlí 2010.

 

Nefndin óskareftir framkvæmda- og kostnaðaráætlun um lagfæringu á þekju á hafskipabryggju,en hlutur sveitarfélagsins mun vera 10% af heildarkostnaði. Einnig óskarnefndin eftir upplýsingarfundi með hafnarverði og eftir atvikum starfsmönnumSiglingarmálastofnunar. Það er mikilvægt að þessum framkvæmdum verði ekkislegið á frest, enda hefur umferð um Hólmavíkurhöfn aukist verulega. Varðandilengingu á grjótgarði við trébryggju þarf að kanna hvort þrengja megiinnsiglinguna frá því sem nú er. Nefndin tekur jákvætt í að bæta viðflotbryggju, sé nægilegt pláss fyrir hendi, enda ætti kostnaður að veraóverulegur þar sem bryggjan er til. Þó þarf að skoða kostnaðinn og hvort hannrúmist innan fjárhagsáætlunar. Vegna bauju við sker utan hafnarinnar og rennutil að taka báta á land óskar nefndin eftir gögnum um skipulag hafnarsvæðisins.Nefndin telur fulla ástæðu til að sýna gömlum innsiglingarvörðum og merkjumofan við bryggjuna sóma og leggur til að málinu verði vísað tilmenningarmálanefndar, enda sé um menningarminjar að ræða.

 

5. Önnur mál.
Elfa Björk tók upp umræðu umverkefni SEEDS hópa sem komið hafa til sveitarfélagsins í sumar og óskaði eftirupplýsingum um kostnað við komu slíkra hópa. Telur hún að ef til vill megiverja því fjármagni betur eða skipuleggja betur verkefni slíkra hópa.

 

Ekki voru fleiri mál á dagskrá, fundargerðlesin upp og hún samþykkt. Ákveðið að halda næsta fund mánudaginn 16. ágúst.Fundi slitið kl. 19:05.

 

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar 27. júlí 2010.


 

Til baka í yfirlit