Fara í efni

Álfasýning ogtannvernd

07.02.2014
Okkur langar til að byrja á því að þakka fyrir komuna á álfasýninguna s.l. mánudag sem tókst svona ljómandi vel. Það verður gaman að endurtaka leikinn með nýju verkefni í lok mar...
Deildu

Okkur langar til að byrja á því að þakka fyrir komuna á álfasýninguna s.l. mánudag sem tókst svona ljómandi vel. Það verður gaman að endurtaka leikinn með nýju verkefni í lok mars.  Við enduðum svo álfastundina á sjálfsmati nemenda og buðum þeim svo að horfa á leikritið Benedikt búálf á DVD. Við höfum sett myndir frá álfásýningunni inn á myndasvæði heimasíðu skólans.

Við höfðum hjá okkur gest í nemendahópnum alla vikuna og var það hún Hrafnkatla Scheving sem sótti heim gamla skólann sinn.

Göngutúrinn í vali var áfram vinsæll og nú í vikunni fóru nemendur með Kollu upp í skóg, skoðuðu og ræddu umhverfið og hversu lánsöm við erum að hafa þetta fallega nærumhverfi. Einnig fundu nemendur „álfabústaði“, ilminn af barrtrjánum, renndu sér í snjónum og nutu ferska loftsins og útsýnisins.

Á fimmtudaginn kom hún Anna hjúkrunarfræðingur í heimsókn og var með fræðslu um tannvernd.

Að endingu óskum við ykkur öllum góðrar helgar og þökkum fyrir liðna viku.

Kveðja

Íris Björg og Kolla

Til baka í yfirlit