Heil og sæl.
Í vikunni sem leið fóru nemendur í heimsókn í Sævang þar sem þeir fengu að fræðast um álagabletta sýningu sem Dagrún Jónsdóttir og Jón Jónsson unnu að í súmar. Dagrún sagði þeim frá ferðum sínum og vinnu að gerð sýningarinnar sem og fengu börnin að heyra nokkrar sögur tengdar álagablettum.
Á miðvikudeginum fóru nemendur og grófu upp spýtuna góðu en lítið sem ekkert hafði breytst á þessum hálfa mánuði sem hún hefur verið úti. Hún var því sett niður aftur eftir að nemendur höfðu skráð niður athugasemdir og verður hún látin lyggja þar fram á vor.
Lestrarátakið er enn í fullum gangi og nemendur hvattir til að skrá hjá sér bækur sem þau klára heima svo þau geti fyllt út upplýsingar um þær bækur á lestrarátakslaufblöðin :)
Með kveðjur
Íris Björg
Álagablettir
21.10.2013
Heil og sæl.Í vikunni sem leið fóru nemendur í heimsókn í Sævang þar sem þeir fengu að fræðast um álagabletta sýningu sem Dagrún Jónsdóttir og Jón Jónsson unnu að í súmar. D...