Fara í efni

Afmælistónleikar Viðars - ágóði rennur til góðgerðarmála

25.02.2012
Viðar Guðmundsson tónlistarmaður í Miðhúsum verður með tónleika í Hólmavíkurkirkju í dag í tilefni af 30 ára afmæli sínu og hefjast þeir kl. 16:00. Viðar hélt fyrri afmælis...
Deildu
Viðar Guðmundsson tónlistarmaður í Miðhúsum verður með tónleika í Hólmavíkurkirkju í dag í tilefni af 30 ára afmæli sínu og hefjast þeir kl. 16:00. Viðar hélt fyrri afmælistónleika sína í Reykholtskirkju s.l. fimmtudag. Á tónleikunum munu ásamt Viðari koma fram kórar ásamt fjölda einsöngvara. Miðaverð er kr. 2.000.- og rennur allur ágóði til góðgerðarmála. Ekki verður posi á staðnum.
Til baka í yfirlit