Fara í efni

Afmæli og mikið fjör í Reykjaskóla

25.01.2012
Í dag hefur verið sérlega gott veður í Reykjaskóla, úrkomulaust, örlítil gola og kalt. Nemendur í 6. og 7. hafa stundað skólabúðastarfið af miklum krafti. Trausti heldur upp á afmæ...
Deildu
Í dag hefur verið sérlega gott veður í Reykjaskóla, úrkomulaust, örlítil gola og kalt. Nemendur í 6. og 7. hafa stundað skólabúðastarfið af miklum krafti.

Trausti heldur upp á afmælið sitt hér í skólabúðunum og í hádeginu stóðu allir upp og sungu afmælissönginn fyrir hann. Í tilefni afmælisins verður boðið upp á eitthvað sérstakt með kvöldkaffinu. Í kvöld er síðasta kvöldvakan. Á morgun verður valtími eftir hádegið svo hárgreiðslukeppni drengja og diskó síðasta kvöldið.

Allir eru hraustir og hressir og hafa staðið sig gríðarlega vel.

Fleiri myndir hafa verið settar inn í Skólamyndir - Reykjaskólaferð 6. og 7. bekkjar.
Til baka í yfirlit