Heil og sæl.
Eins og áður hefur komið fram eru nemendur "á ferðalagi" með Æsu og Gauta í samfélagsfræði. Þriðjudaginn 5.nóv taka nemendur próf upp úr því efni sem þau hafa lesið fram að því og munu þau taka þátt í að búa prófið til. Það reynir því kannski svolítið á aðstoð foreldra í þeim efnum. Nemendur fá bókina með sér heim og eiga sjálf að búa til nokkrar spurningar upp úr lesnu efni. Þau hafa nægan tíma þar sem enn er tæpur mánuður í prófið og geta þau hafist handa strax í næstu viku með að semja spurningar upp úr því sem nú þegar hefur verið farið yfir. Þau skila svo spurningunum til mín og mun ég sjá um að koma þeim á prentað form. Að einhverju leyti munu þau einnig fá tíma til að stúdera gerð þessara spurninga í tímum fram að prófi.
Nemendur náðu að fylla verðlaunakrukkuna sína í síðustu viku og tóku verðlaunin út nú í dag, föstudag. Fyrir valinu varð myndin E.T. Ekki náðist að klára myndina og því munum við taka okkur einhverja stund eftir helgi til að klára. Börnin eru þegar farin að safna aftur í krukkuna og komið ríflegt botnfylli. Ég mynni svo á að lestrarátakið er í fullum gangi og hvet foreldra til að taka þátt með börnum sínum með einum eða öðrum hætti. Við erum byrjuð á nýrri bók í sögulestri og er hún framhald af bókinni öðruvísi dagar. Sú sem nú er í lestri hetir Öðruvísi fjölskylda. (höf. Guðrún Helgadóttir)
Að lokum óska ég ykkur góðrar helgar.
Með kveðju og vinsemd
Íris Björg
Æsa og Gauti
11.10.2013
Heil og sæl. Eins og áður hefur komið fram eru nemendur "á ferðalagi" með Æsu og Gauta í samfélagsfræði. Þriðjudaginn 5.nóv taka nemendur próf upp úr því efni sem þau h...