Heil og sæl.
Sl. Mánudag komu forsetahjónin og fylgdarlið í heimsókn. Eins og fram hefur komið ma. á heimasíðu skólans fengu nemendur tækifæri til að spyrja þau spjörunum úr og var það ansi gaman. Eflaust eru flestir búnir að heyra frásagnir barna sinna af heimsókninni sem og að lesa fréttir og sjá myndir á hinum ýmsu samfélagsmiðlum svo engu er við að bæta.
Í göngutúr í vali var farið niður á smábátahöfn. Þar hittu nemendur Jón Ólafsson sem var að gera að steinbít og sýndi hann nemendum innihald magans en þar máti m.a. sjá krabbafætur og kúskeljar. Hann var einnig með grásleppur sem börnin fengu að skoða. Nemendur sáu líka flutningaskipið frá öðru sjónarhorni, en það blasti við okkur út um stofugluggann bæði þriðjudag og miðvikudag.
Sérstak átak í umgengni er nú í fullum gangi meðal nemenda 1.- 4. bekkjar. Í fyrstu erum við að æfa okkur í því að skilja vel við vinnustöðina okkar (borðin og vinnugögnin) þegar farið er í nesti, frímínútur, mat og heim. Nemendur hafa unnið sér inn kubba sem safnað er saman í eina krukku. Nú er krukkan orðin full enda hafa nemendur upp til hópa staðið sig mjög vel. Verðlaun fyrir að fylla krukkuna eru þau að hópurinn mun í sameiningu horfa á mynd í setustofunni næsta mánudag. Nú þegar ein krukka hefur verið fyllt munum við bæta við verkefnum í bættri umgengni og nú þurfa nemendur að leggja meira á sig til að fá kubba. Mest verður nú hægt að fá tvo kubba á dag og þar sem 2 x 25 gera 50 ættu nemendur að geta fyllt næstu krukku á 6-7 dögum. Síðustu viku hafa nemendur geta fengið 4 kubba á dag og skýrir það hve fljótt og örugglega nemendur fylltu fyrstu krukkuna. Markmiðið er svo að halda áfram að ganga vel um án þess að fylla krukku af kubbum. Ávinningurinn mun því m.a. vera sá að finna hversu auðveldlega er hægt að æfa sig í því að bæta sig. Krukkan mun þó áfram fylgja okkur sem og kubbarnir en með nýjum árherslum. Meira um það síðar.