Fara í efni

Addaleikir á opnu húsi

24.01.2011
Þá er komið að öðru opna húsinu hjá yngri deild félagsmiðstöðvarinnar Ozon á þessu ári, en það hefst kl. 19:30 þriðjudagskvöldið 25. janúar og stendur yfir til kl. 21:00 eins ...
Deildu
Þá er komið að öðru opna húsinu hjá yngri deild félagsmiðstöðvarinnar Ozon á þessu ári, en það hefst kl. 19:30 þriðjudagskvöldið 25. janúar og stendur yfir til kl. 21:00 eins og venjulega. Þema kvöldsins eru svokallaðir Addaleikir, en þá lætur nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar ljós sitt skína með ýmsum furðulegum leikjum sem hann lærði á barnsaldri.

Stefnan hjá Nemendaráði og forstöðumanni hefur síðan verið tekin á að halda "þjóðlegt kvöld" þriðjudagskvöldið 8. febrúar, með tilheyrandi lopapeysum, rafmagnsleysi, rímum, kveðum, húslestri, súrmat, spilum, kertaljósum og almennri gleði :)
Til baka í yfirlit