Fara í efni

Ábyrgð

13.09.2013
Heil og sæl.Í liðinni viku hefur sem fyrr, ýmislegt verið gert. Má þar nefna að nemendur útbjuggu í sameiningu eitt veggspjald um hringrás vatns, þar sem ALLIR lögðu sitt af mörkum, ...
Deildu

Heil og sæl.

Í liðinni viku hefur sem fyrr, ýmislegt verið gert. Má þar nefna að nemendur útbjuggu í sameiningu eitt veggspjald um hringrás vatns, þar sem ALLIR lögðu sitt af mörkum, framkölluðu rigningu í krukku, (tókst alveg bærilega) fylgdust með Æsu og Gauta heimsækja loðdýrabú, unnu með stafróf, röðuðu tölum í sæti og ýmsilegt fleira.

Í upphafi skólaviku var orðið ÁBYRGÐ tekið fyrir og rætt um hvernig hver og einn getur tekið ábyrgð á sér. Nemendur ræddu mikið um það að láta ekki aðra trufla sig og taka þannig ábyrgð á því sjálf að vera dugleg og vinnusöm.  Eins kom til umræðu orðið HUGMYNDAFLUG í tengslum við umræður og lestur í lífsleikni en nemendur gátu vel tengt hugmyndaflugið við Karen Karlottu sem er aðal söguhetja „bekkjarbókarinnar“ . „Bekkjarbókin“ er sagan „Öðruvísi dagar“ eftir Guðrúnu Helgadóttur og er lesið upp úr henni  fjórum sinnum í viku. Hugmyndaflugið og ábyrgðin munu fylgja okkur áfram inn í veturinn.

Að lokum langar mig að minna á að næsti mánudagur er dagur íslenskrar náttúru..

Eigið góða helgi og takk fyrir vikuna.

Íris Björg

Til baka í yfirlit