Fara í efni

Á slóðir Joðmundar Loðna

26.08.2012
 Elsku mamma og pabbiÉg var mjög dugleg/ur í vikunni. Vikan byrjaði á skólasetningu í kirkjunni, eftir hana fór ég upp í skóla og hitti Völu, en hún á að kenna mér í vetur. Hún l...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi


Ég var mjög dugleg/ur í vikunni. Vikan byrjaði á skólasetningu í kirkjunni, eftir hana fór ég upp í skóla og hitti Völu, en hún á að kenna mér í vetur. Hún lét mig hafa allskonar blöð sem ég átti svo að gefa mömmu og pabba. Skólinn byrjaði svo á þriðjudeginum og ég var mjög spennt/ur að byrja í skólanum.  
 

Ég lærði alveg helling  bæði í íslensku og stærðfræði og var ótrúlega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum.


Ég fór í vettvangsferðir, á slóðir Joðmundar Loðna, en hann er illræmt hálftröll og hefur hýbíli sín undir Háborgarvörðu efst í Kálfanesborgum. Ég var mjög hugrökk/hugrakkur og dugleg/ur að labba og finna alla galdrastafina. 
 

Einnig teiknaði ég sjálfsmynd sem prýðir nú vegg skólans. Í tjáningu fór ég í allskonar leiki og skemmti mér vel. Í íþróttum hjá Árdísi var ég í útikennslu og hjá Ástu í listum skreytti ég möppuna mína.


Ég fór á bókasafnið til Stínu og valdi mér bók til að lesa/skoða. En svo endaði ég vikuna á því að fara í val.


Ég stóð mig frábærlega vel í vikunni og hegðun mín var til fyrirmyndar eða það segja stelpurnar allavegna :)

Með góðri kveðju,


Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.


Ps. Vala, Agnes og Dúna biðja að heilsa

Til baka í yfirlit