Fara í efni

5. - 8. september

08.09.2011
Vikan hefur gengið mjög vel og allir eru jákvæðir, duglegir og samviskusamir. Það er að ganga vel með sameiningu bekkjanna og eru nemendur að blandast mjög vel. Í lífsleikni á mánuda...
Deildu

Vikan hefur gengið mjög vel og allir eru jákvæðir, duglegir og samviskusamir. Það er að ganga vel með sameiningu bekkjanna og eru nemendur að blandast mjög vel.

Í lífsleikni á mánudag unnum við í námstækni. Nemendur gerðu verkefni sem eiga að hjálpa þeim við námið og að skipuleggja sig. Einnig var farið í hópefli þar sem að þau fóru í leiki þar sem nemendur þurftu að leysa úr verkefnum í sameiningu. Þetta var mjög skemmtilegt og allir unnu vel og voru jákvæðir.

Í stærðfræði vinna allir vel og eru á áætlun. Búið er að setja inn í skjattann hjá 8. bekk áætlun fyrir hvern dag þar til kafli 1 er búinn. Enginn klárar á sama tíma og allir eru að vinna á sínum hraða. 7. bekkur er að þjálfa sig fyrir samræmdu prófin. En þau hafa verið mjög dugleg og eru komin vel af stað í Geisla.

Í náttúrufræði höfum við lokið yfirferð okkar á stoðkerfinu. Í vikunni kláruðum við yfirferðina og nemendur unnu verkefnin sem því fylgja.

Góða helgi og takk fyrir frábæra og skemmtilega viku.

Kveðja Ása

Til baka í yfirlit