Fara í efni

29. ágúst - 2. september

02.09.2011
Þessa vika var eins skemmtileg og sú síðasta, margt að gerast og allir jákvæðir og duglegir. Í íslensku unnu nemendur í verkefnabókum. Nemendur í 7. bekk unnu í Réttritunarorðabók ...
Deildu

Þessa vika var eins skemmtileg og sú síðasta, margt að gerast og allir jákvæðir og duglegir.
Í íslensku unnu nemendur í verkefnabókum. Nemendur í 7. bekk unnu í Réttritunarorðabók og nemendur í 8. bekk unnu í nýjum verkefnabókum þar sem að verkefni sem tengjast öllum sviðum íslenskunnar eru unnin. Nemendur héldu áfram að safna orðum og í þessari viku var lýsingarorðum og sagnorðum safnað, eru þessi verkefni unnin úti þar sem nemendur skrifa hjá sér orð sem finnast í umhverfinu en einnig innan veggja skólans þar sem orðin tengjast húsnæðinu. Nemendur lásu líka mjög mikið í frjálslestrarbókum sem þau taka á bókasafninu.
Í stærðfræði var unnið áfram í bókunum við verkefnin tengd reikniaðgerðum og tölum. Á fimmtudag var skyndipróf, sem verður notað til að byggja upp vetrarins.
Í náttúrufræði var haldið áfram að vinna með stoðkerfi líkamans og var unnið með beinin í þessari viku. Nemendur lásu textann um beinin í námsefninu og unnu verkefni tengd honum. Einnig gerðum við tvær tilraunir tengdar líkamanum þar sem að unnið var með mismunandi hita í húðinni og hvernig beinin hjálpa okkur að hreyfa okkur.
Vikan var mjög skemmtileg og fljót að líða. Allir vinna mjög vel og eru jákvæðir við vinnu sína. Næsta mánudag verður lífsleikni fram að hádegi en venjuleg stundaskrá eftir hádegi.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að vikan byrjar á söngstund og hittast núna allir í setustofu klukkan 8:10 á mánudagsmorgnum og syngja nokkur lög saman. Í næstu viku verða sungin sem 8. bekkur valdi og það verður örugglega mjög gaman.
Góðar kveðjur og hafið það gott.
Kveðja Ása og Hrafnhildur.

Til baka í yfirlit