Fara í efni

16. - 27. janúar 2012

27.01.2012
Vikan 16. - 20. janúar var mjög hefðbundin í skólastarfinu. Mánudagurinn var lífsleikni þar sem farið var í framkomu okkar við aðra og bekkjarreglurnar voru hafðar til hliðsjónar. N?...
Deildu
Vikan 16. - 20. janúar var mjög hefðbundin í skólastarfinu. Mánudagurinn var lífsleikni þar sem farið var í framkomu okkar við aðra og bekkjarreglurnar voru hafðar til hliðsjónar. Nú hafa nemendur og kennarar 7. og 8. bekkjar gert með sér bekkjarsamning og verður hann settur inn á vefinn næstu daga. Einnig var rætt um vímuefni og skaðsemi þeirra. Staðfesting var send í kjölfarið til verkefnisins tóbakslaus bekkur um tóbaksleysi hópsins. Þar eru allir að standa sig mjög vel. 
Nemendur unnu síðan vel í öllum fögum það sem eftir lifði vikunnar. Í stærðfræði eru allir að vinna í kafla 4 sem er algebra, honum á að vera lokið 14. febrúar, í íslensku er verið að vinna í lotu 4 sem á að vera lokið 1. febrúar.
Í náttúrufræði eru nemendur í 8. bekk að vinna í kaflanum og taugar líkamans og vinnur hver og einn á sínum hraða. Þeirri vinnu á að vera lokið 1. febrúar. Nemendur 7. bekkjar eru að vinna í fjórum síðustu köflum bókarinnar og ætla að vera búin með bókina 1. febrúar. Í ensku vorum við að vinna kafla um stjörnumerkin.  
Vikan 23. - 27. janúar var óhefðbundin að því leyti að við vorum án Hrafnhildar og 7. bekkjar. Við ákváðum að láta það ekkert á okkur fá og unnum vel eins og áður. Nema hvað að í þeim fögum þar sem bekkirnir eru í sömu bókum og á sama stað þá var bryddað upp á einhverju öðru til að vinna í. Nú og síðan var brjálað veður á fimmtudagsmorguninn og allt ófært þannig að aflýsa þurfti skóla og allir fengu auka frídag.
Kveðja Ása og Steinar. 
Til baka í yfirlit