Vikan 10. – 14. september
Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu aðmarkmiðum vikunnar ásamt því að vinna í hópavinnu. Unnið var með strætókerfið,nemendur áttu að ákveða áfangasta, en þau fóru frá Hólmavík, finna út hvernigþeir kæmust með strætó á áfangastað. Þeir áttu að reikna út ferðatíma og hvaðþað myndi kosta þau. Í þriðja og fjórðatíma var íslenska. Þar unnu nemendur að markmiðum sínum. Allir eru komnir velaf stað í lotu 1. Í ensku voru bls. 48 -52 lesnar og þýddar. Þetta er sagan um Frankenstein, nemendur skila síðanþýðingunn. Í náttúrufræði var farið yfir kafla 2.1. Nemendur gerðu sjálfspróf2.1 og lásu síðan kafla 2.2.
Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, 9.bekkur er að vinna í efnahagskerfinu. 8. bekkur hefur verið að vinna meðmenningu á Íslandi. Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínum hraða ogvinna að markmiðum sínum. Í dönsku var unnið í vinnubók með start bókinni.Nemendur voru að vinna blaðsíður 62 og 63. Í ensku var unnið að þýðingu á Franlensteinsem á að skila til kennara á föstudag. Ííþróttum var verið í íþróttasal og farið í þrautabraut sem fjórir nemendurgerðu.
Á miðvikudag varstærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tímafyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar semannar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann ístærðfræði hjá Ásu. Síðan var skipt í seinni tveimur. Í upplýsingamennt var haldiðáfram vinnunni við skipulagsbókina og er þeirri vinnu lokið. Ættu nemendur að fáskipulagsbók afhenta einhvern næstu daga. Dagurinn endaði í náttúrufræði þarsem unnið var í kafla 2.2 og 2.3. Nemendur gerðu sjálfspróf 2.2.
Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem var verið aðvinna í hlustunaræfingum.. Síðan var tjáning þar sem nemendur í 8. bekk kynntusmásöguna sem þeir hafa verið að lesa í íslensku. Í þriðja og fjórða tíma varsamfélagsfræði þar sem haldið var áfram vinnu við sömu viðfangsefni og áþriðjudeginum. Í síðasta tíma fyrir matvar bekkjarfundur, var talað um framkomu og hvernig ákveðin hegðun verður þreytandiog jafnvel leiðinleg til lengdar. Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendurunnu að markmiðum sínum og þau enduðudaginn í íþróttum þar sem farið var í hafnabolta.
Á föstudag var íslenska þar sem unnið var að markmiðum íSkerpu og nemendur í 9. bekk völdu sér kjörbók. Í stærðfræði var unnið að markmiðum.Í dönsku var unnið í vinnubók og hlustunaræfingum. Í síðasta tíma var stærðfræði þar sem nemendurunnu að markmiðum sínum.
Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.
Kveðja Ása