A A A

Valmynd

Söngkeppninni frestađ til fimmtudags

| 10. janúar 2012
Söngkeppni Félagsmiðstöðvarinnar Ozon sem vera átti í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. janúar, hefur verið frestað til fimmtudags 12. janúar. Ástæðan er leiðindaveður sem nú geysar á Ströndum og um landið allt, en víða er þungfært eða ófært bæði vegna veðurs og snjóalaga. Einnig fellur niður opið hús hjá eldri deild Félagsmiðstöðvarinnar.

Keppnin á fimmtudag fer fram á sama stað og áður var auglýst, í Grunnskólanum á Hólmavík, og hefst kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!

Menntaţing á Ströndum - 12. janúar

| 09. janúar 2012
Katrín Jakobsdóttir afhenti ungum Strandamönnum verđlaun fyrir myndbandagerđ í haust - ljósm. Jón Jónsson
Katrín Jakobsdóttir afhenti ungum Strandamönnum verđlaun fyrir myndbandagerđ í haust - ljósm. Jón Jónsson
Menntaþing verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið hefst kl. 16:30, en þar verður fjallað um mikilvægi þroska og menntunar fólks á öllum aldursstigum. Þingið er liður í 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík. Afmælinu hefur m.a. verið fagnað með glæsilegri leiksýningu Grunn- og Tónskólans á Hólmavík þar sem nemendur og kennarar rifjuðu upp 100 ára sögu skólahaldsins í leikgerð Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þá hélt sveitarfélagið veglega afmælishátíð s.l. vor þar sem öllum íbúum og nágrannasveitarfélögum var boðið í afmælisfögnuð í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á Menntaþingi verður horft til framtíðar og hvert er stefnt í skólahaldi á Ströndum.
...
Meira

Umsóknarfrestur vegna Skólaskjóls er til 10. janúar

| 09. janúar 2012
Vakin er athygli foreldra og forráðamanna nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík á að skráningarfrestur í Skólaskjól fyrir vorönnina 2012 er til 10. janúar. Þjónustan hefur verið aukin verulega þar sem starfið hefur verið þróað og endurskipulagt og verður nú boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Upplýsingar um starfsemi Skólaskjóls og skráningareyðublað hafa borist til foreldra/forráðamanna í tölvupósti auk þess sem nemendur fengu gögnin afhent á síðasta skóladegi ársins 2011. Skrá þarf hversu mikið nemendur munu nýta Skólaskjól fram á vor.

Söngkeppni Ozon á ţriđjudagskvöldiđ

| 09. janúar 2012
Arnór Jónsson og Emil Sigurbjörnsson tóku ţátt í söngkeppninni áriđ 2010 - ljósm. Jón Jónsson
Arnór Jónsson og Emil Sigurbjörnsson tóku ţátt í söngkeppninni áriđ 2010 - ljósm. Jón Jónsson
Þriðjudaginn 10. janúar fer fram hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon, en hún verður haldin í kjallara Grunnskólanum á Hólmavík. Allmörg atriði taka þátt, en þriggja manna dómnefnd velur þrjú atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem verður á Súðavík föstudaginn 27. janúar. Þá fær siguratriðið farandgrip til varðveislu í eitt ár.

Húsið opnar kl. 20:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, krakkar á grunnskólaaldri borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn. Sjoppa nemendafélagsins verður að sjálfsögðu opin. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja þannig við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Gleđileg jól

| 19. desember 2011

Nú erum við komin í jólafrí en skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2012.

Starfsfólk Grunn- og Tónskólans óskar ykkur gleði og friðar um jólahátíðina og farsældar á nýju ári. Með þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir og gott samstarf á líðandi ári.

Myndir frá Litlu jólunum

| 19. desember 2011
Halldór Kári og Jón Valur leika. Mynd: Jón Jónsson, Strandir.is.
Halldór Kári og Jón Valur leika. Mynd: Jón Jónsson, Strandir.is.
Af fréttavefnum Strandir.is um Litlu jólin okkar:
Þar gleði og gaman á Litlu-jólum Grunn- og Tónskólans á Hólmavík í vikunni. Þar stigu allir nemendur skólans á svið og var mikið um dýrðir. Heilu leikritin og söngatriðin voru sýnd og var samdóma álit áhorfenda að sýningin hefði verið óvenju krafmikil að þessu sinni. Ný útgáfa af helgileiknum vakti mikla lukku og fleiri skemmtileg leikrit og söngvar. Oft hjálpuðu kennarar til með atriðin og tóku jafnvel þátt í fjörinu sjálfir. Á eftir spilaði stórsveitin Grunntónn á jólaballi og um kvöldið var diskótek í skólanum. Ritstjóri strandir.is var á staðnum með myndavélina. Frétt og myndir má sjá hér.

Litlu jólin

| 14. desember 2011
Fimmtudaginn 15. desember eru Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík haldin hátíðleg í Félagsheimilinu kl. 14:00. Nemendur koma fram með bekkjarfélögum sínum og mynda fjölbreytta og skemmtilega jóladagskrá undir stjórn kennara sinna. Að því loknu verður jólaball þar sem dansað verður í kringum jólatréð undir ljúfum tónum Grunntóns. Það er aldrei að vita nema að jólasveinarnir láti sjá sig :) Allir eru hjartanlega velkomnir á Litlu jólin okkar.

Jólatónleikar Tónskólans

| 07. desember 2011
Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram núna í vikunni. Eins og undanfarin ár eru þeir tvískiptir og fara fyrri tónleikarnir fram miðvikudaginn 7. desember en þeir seinni fimmtudaginn 8. desember. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19:30 og fara þeir fram í Hólmavíkurkirkju. Allir íbúar Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga eru boðnir hjartanlega velkomnir á tónleikana þar sem nemendur Tónskólans sýna snilli sína við söng og hljóðfæraslátt með stuðningi kennara sinna þeirra Barböru, Borgars, Viðars og Bjarna Ómars.

Desemberdagskrá

| 07. desember 2011

Nú er jólamánuðurinn að fara í hönd með tilheyrandi hátíðarbrag og skemmtilegheitum. Þá er mikilvægt að muna eftir því sem mestu skiptir - að vera saman og njóta þess með bros á vör. Síðustu vikur skólaársins er skólastarfið að einhverju leiti brotið upp og fléttað saman við þá viðburði og uppákomur sem tengjast jólum og jólaundirbúningi. Hér má sjá desemberdagskrá Grunn- og Tónskólans á Hólmavík, athugið þó að dagskráin er ekki tæmandi því það gæti eitthvað bæst við. DESEMBERDAGSKRÁ

Góđir gestir frá Skelinni

| 05. desember 2011
Gestir í Skelinni, lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu, hafa heiðrað okkur með heimsóknum í skólann í nóvember. Kolbeinn Proppé sagnfærðingur kom til okkar og flutti erindi um húmor fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og sýndi okkur hvernig húmorinn hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar. Þá kom til okkar Haraldur Auðunsson eðlisfræðingur og Sigurborg A. Guttormsdóttir kona hans gerði tilraun með nemendum 10. bekkjar. Haraldur fræddi nemendur um hvernig rafstraumur veldur segulsviði og bjó til rafmótóra með þeim sem þau síðan tóku með heim til að sýna. Haraldur var kennari hér á Hólmavík á árunum 1976-1977 og sýndi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík skemmtilega svart-hvíta ljósmyndasýningu með mannlífsmyndum frá þeim tíma. Við þökkum Þjóðfræðistofu fyrir þetta skemmtilega og gefandi samstarf sem sannarlega hefur góð áhrif á skólastarfið. Hér má sjá myndir frá heimsókn Haraldar og Sigurborgar.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir