Söngkeppninni frestađ til fimmtudags
Keppnin á fimmtudag fer fram á sama stað og áður var auglýst, í Grunnskólanum á Hólmavík, og hefst kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!
Nú erum við komin í jólafrí en skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2012.
Starfsfólk Grunn- og Tónskólans óskar ykkur gleði og friðar um jólahátíðina og farsældar á nýju ári. Með þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir og gott samstarf á líðandi ári.
Nú er jólamánuðurinn að fara í hönd með tilheyrandi hátíðarbrag og skemmtilegheitum. Þá er mikilvægt að muna eftir því sem mestu skiptir - að vera saman og njóta þess með bros á vör. Síðustu vikur skólaársins er skólastarfið að einhverju leiti brotið upp og fléttað saman við þá viðburði og uppákomur sem tengjast jólum og jólaundirbúningi. Hér má sjá desemberdagskrá Grunn- og Tónskólans á Hólmavík, athugið þó að dagskráin er ekki tæmandi því það gæti eitthvað bæst við. DESEMBERDAGSKRÁ