A A A

Valmynd

Góđ gjöf frá Strandabyggđ

| 17. febrúar 2012
Vel upplýst skólabörn í fínu vestunum frá Strandabyggđ.
Vel upplýst skólabörn í fínu vestunum frá Strandabyggđ.
« 1 af 7 »

Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð gefið öllum nemendum Grunnskólans á Hólmavík merkt endurskinsvesti til þess að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Mikilvægi þess að vera vel sýnilegur í umferðinni á jafnt við börn sem og fullorðna, hvort sem fólk er gangandi, hlaupandi eða hjólandi. Við fögnum því að Strandabyggð vilji tryggja að börnin okkar séu vel upplýst á dimmustu mánuðum ársins til að forða slysum. Börnin eru hvött til að nota vestið á leið til og frá skóla og við önnur tækifæri, til dæmis á leið í íþróttir og tómstundastarf.

 

Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skóla hvetji og veiti því athygli hvort börnin þeirra séu sjáanleg í umferðinni og að foreldrar séu sjálfir til fyrirmyndar og noti endurskinsmerki. Hannes Leifsson yfirlögregluþjónn á Hólmavík kom og ræddi við börnin og fræddi okkur um hvernig hægt er að auka öryggi allra í umferðinni margfalt með því að nota þessi einföldu, léttu og þægilegu öryggistæki sem endurskinsvesti og endurskinsmerki eru. Börn sem eru með endurskin sjást miklu fyrr en ella eða í um 100 metra fjarlægð frá ökutæki. Nemendur fóru strax í vestin sín eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og voru þakklát sveitarfélaginu fyrir umhyggjuna sem þeim hefur verið sýnd með þessari góðu gjöf og í þakkarskyni tóku þau lagið með viðstöddum.

Foreldraviđtöl

| 15. febrúar 2012
Fimmtudaginn 16. febrúar eru foreldraviðtöl í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn hitta umsjónarkennara og ræða námsframvindu og líðan nemenda og hafa allir nemendur farið heim með blöð með tímasetningum hvers viðtals og margir fengið sömu upplýsingar með tölvupósti. Þann dag er frí hjá nemendum.

Bjarni Ómar skólastjóri vill hvetja alla sem óska eftir því að ná á hann um hvaðeina sem snýr að skólastarfinu, að koma við á skrifstofunni þegar hentar.  Einnig er velkomið að hafa samband í gegnum netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í síma 451-3129 til að festa tíma. Flestir faggreinakennarar og almennir starfsmenn verða við til á tímanum 8:10-13:00.

Hlökkum til að sjá ykkur, heitt á könnunni og hlýjar móttökur.

Félagsstarf eldri borgara međ ađstöđu í Grunnskólanum á Hólmavík

| 14. febrúar 2012
Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð opnað smíðastofu fyrir eldri borgara á fimmtudögum frá kl. 14:00 - 17:00. Með smíðastofunni er verið að koma á fjölbreyttara félagsstarfi en á opnum íbúafundi með eldri borgurum sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps stóð fyrir í haust komu fram óskir þar um. Ingibjörg Sigurðardóttir mun hafa umsjón með smíðastofunni eins og félagsstarfinu sem boðið er uppá á þriðjudögum. Eldri borgarar eru hvattir til að nýta sér þetta nýja félagsstarf sem fer fram í Grunnskólanum í Hólmavík, nýju byggingunni. Allir velkomnir - heitt á könnunni!

Stella Guđrún hefur lokiđ grunnstigi á ţverflautu.

| 10. febrúar 2012
Vinkonurnar Sara (t.v.) og Stella Guđrún (t.h.) á góđri stund.
Vinkonurnar Sara (t.v.) og Stella Guđrún (t.h.) á góđri stund.
Stella Guðrún Jóhannsdóttir er nemandi í 10. bekk og í Tónskólanum á Hólmavík. Mánudaginn 30. janúar þreytti hún stigspróf í flautuleik hjá prófanefnd tónlistarskóla í Reykjavík. Hljóðfæranámi er skipt niður í þrjú stig; grunnstig, miðstig og framhaldsstig og hefur Stella nú lokið grunnstiginu og fengið í hendur sérstakt skírteini þess efnis þar sem fram kemur að Stella hlaut einkunnina 9,0 á prófinu sem telst stórglæsilegur árangur. Stella Guðrún hefur lært flautuleik á þverflautu undir leiðsögn Barböru Óskar Guðbjartsdóttur kennara við Tónskólann. Aðspurð segist Stella Guðrún prófið hafa gengið vel og að hún hafi ekki hafa verið mjög stressuð í prófinu sjálfu en hún hafði kviðið svolítið fyrir því. Á leiðinni suður í prófið kom Stella við á Miðhúsum í Kollafirði hjá hjónunum og tónlistarkennurunum Barböru Ósk og Viðari til þess að æfa sig á lokasprettinum. Þegar til Reykjavíkur var komið áttaði Stella sig á að hún hafði gleymt í Miðhúsum geisladisk með undirleik sem hún ætlaði að nota í prófinu sjálfu og upphófst mikið stress við að útvega slíkan disk í Reykjavík sem reyndist erfitt en tókst þó að lokum. Eftir það var Stella Guðrún ekkert stressuð og því alveg sallaróleg í prófinu sjálfu sem kom sér bara vel. Allt er gott sem endar vel :) Við óskum Stellu Guðrúnu hjartanlega til hamingju með grunnstigið og þennan glæsilega árangur!

Keppendur okkar í undankeppni Söngkeppni Samfés.

| 10. febrúar 2012
Hluti keppenda viđ tökur á Stundinni okkar. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Hluti keppenda viđ tökur á Stundinni okkar. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Í dag héldu 21 nemendur vestur til Súðavíkur á Vestfjarðariðil söngkeppni félagsmiðstöðva fyrir Söngkeppni Samfés sem haldin verður í kvöld. Þar keppa tíu atriði frá Vestfjörðum um að komast áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Reykjavík fyrstu helgina í mars. Þar af eigum við þrjú glæsileg atriði en það er hún Elísa Mjöll Sigurðardóttir sem mun syngja lagið Með þér við texta Bubba Morthens, Brynja Karen Daníelsdóttir sem syngur lagið The Story, með íslenskum texta Arnars S. Jónssonar, og hópurinn GóGó-píurnar þau Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir sem flytja lagið Do Lord með íslenskum texta Arnars S. Jónssonar. Það er tómstundafulltrúi Strandabyggðar sem fylgir hópnum ásamt Alfreð Gesti Símonarsyni bílstjóra og Bjarka Einarssyni sem verður fulltrúi Hólmavíkur í dómarasætinu í kvöld. Hópurinn heldur svo heim á leið eftir ball með stórstjörnunni Haffa Haff seint í kvöld. Við óskum þeim góðrar feðrar og góðs gengis í Vestfjarðakeppninni!

Mentor í snjallsímann.

| 10. febrúar 2012
Mentor í snjallsímann.
Mentor í snjallsímann.
Kæru nemendur og foreldrar. Okkur langar að vekja athygli ykkar á að nú hefur Mentor sent frá sér nýja lausn fyrir snjallsíma sem hugsuð er fyrir foreldra og nemendur. Í þessar útgáfu má skoða stundatöflu, ástundun, bekkjarlista, fréttir frá skólanum og heimavinnu. Notendur þurfa fara inn á m.mentor.is og skrá sig inn með notanda- og lykiorði rétt eins og þegar þeir skrá sig inn á Mentor í tölvunni.

Fjórir kennarar sćkja námskeiđ um Kvíđa barna og ungmenna.

| 09. febrúar 2012
Föstudaginn 10. febrúar munu fjórir kennarar skólans sækja námskeiðið Kvíði barna og ungmenna. Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin, hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíðahegðun. Farið verður yfir helstu kvíðaraskanir barna og unglinga, aðskilnaðarkvíða, almenna kvíðaröskun, fælni, ofsakvíða, félagskvíða, kjörþögli og áráttu-þráhyggjuröskun. Helstu viðhaldandi þættir verða kynntir s.s. ofvernd, forðun og hugsanaskekkjur. Fjallað verður um æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíðahegðun. Kennslan byggir á fyrirlestrum um ofangreinda þætti og léttum hóp-verkefnum. Námskeiðið er haldið í fjarfundi í gegnum Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Endurmenntun HÍ. Við fögnum því að starfsmenn okkar geti tekið þátt í námskeiði sem þessu hér í heimabyggð og er þátttakan liður í endurmenntun starfsmanna en endurmenntunaráætlun Grunnskólans á Hólmavík má lesa hér.

Stundin okkar viđ upptökur í Grunnskólanum á Hólmavík

| 04. febrúar 2012
Nemendur 3. bekkjar viđ tökur á Galdrasýningunni. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Nemendur 3. bekkjar viđ tökur á Galdrasýningunni. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal ræður ríkjum í Stundinni okkar sem sýnd er á RÚV alla sunnudaga. En hún er nú bara oftast kölluð Skotta. Skotta býr í Álfheimunum ásamt Rósenberg sem er virðulegt heldra skoffín. Í síðustu viku kom Stundin okkar til að taka upp hér á Hólmavík. Umsjónarmaður er Margrét Sverrisdóttir og handritshöfundur ásamt henni Oddur Bjarni Þorkelsson. Þau fylgdu nemendum í 3. bekk eftir, heimsóttu Galdrasýninguna, fóru í vettvangsferð um Hólmavík, heimsóttu skólann og leikskólann Lækjarbrekku, ræddu við nemendur í Tónskólanum og tóku upp nokkur lög með þeim. Það var mikil spenna og tilhlökkun í nemendahópnum sem skemmti sér afar vel við að taka þátt í þessu líflega verkefni. Efnið frá Hólmavík verður unnið og klippt niður og sýnt sem stutt innslög í Stundinni okkar í vetur. Við þökkum Stundinni okkar kærlega fyrir komuna og hlökkum til að fylgjast með sjónvarpsstjörnunum okkar á skjánum. Myndir frá vikunni má sjá með því að smella hér.

Svona skráum viđ stigin í Lífshlaupinu!

| 01. febrúar 2012
Ađ húlla er afbraígđs hreyfing. Róbert Máni Newton í 3. bekk.
Ađ húlla er afbraígđs hreyfing. Róbert Máni Newton í 3. bekk.
Nú er skólinn okkar skráður í Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Í fyrra lentum við í Grunnskólanum á Hólmavík í 2. sæti í okkar flokki en keppnin virkar þannig að landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Lýðheilsustöð ráðleggur börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Til þess að fá stig í Lífshlaupinu gerir þú eftirfarandi:
- Ferð inn á www.lifshlaupid.is
- Efst hægra megin ferðu í innskráning og skráir inn netfangið: grunnskolinn@holmavik.is og lykilorðið: holmavik
- Þá skoðar þú valmöguleikana á ljósbláa svæðinu vinstra megin og velur ,,skólinn minn"
- Þá smellir þú á bekkinn þinn, smellir á ,,skrá/breyta stigum" og skráir hreyfinguna fyrir hvern dag. Ath. að aðeins er hægt að skrá tíu daga aftur í tímann.

Hér má nálgast nákvæmari leiðbeiningar.

KOMA SVO KRAKKAR :o)

Febrúardagskrá Skólaskjóls

| 31. janúar 2012
Alda á góđviđrisdegi ásamt hressum krökkum í Skólaskjóli.
Alda á góđviđrisdegi ásamt hressum krökkum í Skólaskjóli.

Við vorum að senda frá okkur febrúardagskrá Skólaskjóls sem er eins og sjá má full af skemmtilegheitum, leikjum og spilum. Það eru þau Alda og Steinar Ingi hafa skipulagt dagskrána og halda utan um starfið í Skjólinu með hressum krökkum í 1.-4. bekk sem eru nú tólf þegar þau eru flest. Skólaskjólið hefst að loknum skóladegi kl. 14:00 og snæða krakkarnir léttar veitingar og hressingu í kaffitímanum. Að loknum kaffitíma er stefnt að því að fara út að leika alla daga ef veður leyfir. Það hefur verið líflegt og skemmtilegt að fylgjast með þeim hoppa og skoppa um gangana í janúar í ýmsum furðuklæðum, fataleik, hópleikjum, á dótadaginn og á hinum sívinsæla bíódegi þar sem allir fá popp og djús. Hér má sjá febrúardagskrá Skólaskjóls.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir