540 kg. af rusli!
Umhverfisdagurinn
Umhverfisnefnd skólans, sem samanstendur af fulltrúum nemenda úr öllum bekkjardeildum og starfsfólki skólans úr öllum starfsstéttum, fundaði fyrir skömmu og setti saman dagskrá umhverfisdagsins sem við höldum nú í fjórða sinn. Byrjað verður á fyrirlestri um umhverfismál í setustofunni ásamt því að syngja saman hin ýmsu sönglög sem tengjast umhverfismennt og náttúrunni á einhvern hátt. Þá tekur við markviss og skipulögð ruslatínsla um alla Hólmavík þar sem nemendur og starfsmenn skipta sér og fara í hópum um öll hverfi bæjarins og tína rusl. Þá verður ruslinu safnað saman á hafnarvoginni þar sem við vigtum ruslið og metum árangurinn ásamt því að syngja saman fram að matarhléi. Eftir mat hittumst við upp í skógi fyrir ofan skólann og drekkum saman heitt kakó og eigum saman góða stund í vikulokin.
Góđ gjöf frá Sparisjóđi Strandamanna
Ritsmiđja fyrir börn 8-12 ára
Gunnar Theodór hefur skrifað bókina Köttum til varnar, sem gefin var út til styrktar Kattavinafélaginu, og barnabókina Steindýrin. Fyrir þá síðarnefndu hlaut hann íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008. Yrsa Þöll hefur m.a. gefið út bókina Tregðulögmálið sem kom út árið 2010, en þar gefst lesendum kostur á að fá innsýn inn í veruleika bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands.
Ritsmiðjan fer fram í Skelinni, list- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-15:00. Skráning fer fram hjá Kötlu Kjartansdóttur verkefnisstjóra í gegnum netfangið katla@icef.is eða í gegnum s. 8654463.
Yfir 300 manns búnir ađ sjá Međ allt á hreinu
Eftirtaldir styrkja uppsetninguna Með allt á hreinu: Hólmadrangur, Hárgreiðslustofa Heiðu, KSH. Arion banki, Bjartur ehf., Sparisjóður Strandamanna, Trésmiðjan Höfði, Strandlagnir slf., Ferðaþjónustan Kirkjuból, Café Riis, Sauðfjársetur á Ströndum, Þjóðfræðistofa, Grundarorka, Jósteinn ehf., Strandafrakt, Gistiheimilið Broddanesi, Héraðsbókasafn Strandasýslu, Sóknarpresturinn Hólmavík, Sveitarfélagið Strandabyggð, Íþróttamiðstöðin Hólmavík, Óskaþrif og Hlökk ehf.
Gógó-píurnar á Aldrei fór ég suđur!
Aldrei fór ég suður er nú haldin í níunda skipti og hefur hátíðin sjaldan verið veglegri. Sjá má lista yfir hljómsveitir sem koma fram með því að smella hér.
Árshátíđ
Flutt verður eftirfarandi dagskrá:
Forskólabörn : Söngatriði
1. - 2. bk. Bangsi litli
3. bk. Landnámið - leikþáttur
7. - 8. bk. Bland í poka
Hlé ( Í hléi verða seldar veitingar til styrktar danmerkurförum úr 8. og 9. bk.)
4. - 6.bk. Atriði úr Ávaxtakörfunni
8. - 10. bk. Atriði úr leikverkinu Með allt á hreinu
Ókeypis aðgangur.
Allir hjartanlega velkomnir!
Náttfatadagur
Sparifatadagur og danssýning á föstudag!
Föstudaginn 9. mars er sparifatadagur í skólanum okkar. Sparifatadegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum.
Það er vel við hæfi af því að kl. 16:00 verður DANSSÝNING í Íþróttamiðstöðinni en það er í raun lokahátíð dansnámskeiðanna sem Jón Pétur Úlfljótsson danskennari hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur haldið þessa viku fyrir nemendur í 1.-10. bekk.
ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR Á DANSSÝNINGUNA.