A A A

Valmynd

Sumarlegt samvinnuverkefni

| 27. apríl 2012
Það var skemmtileg stemmningin á langa ganginum í skólanum í dag þegar nemendur í 3. og 9. bekk tóku höndum saman og teiknuðu risastóra sumarmynd sem prýðir nú loftið á ganginum. Það er hreint mögnuð tilfinning að labba undir myndina sem gleður augu ungra sem aldinna. Að sögn nemenda er myndefnið allt tilheyrir góðu sumri m.a. blóm, sól, grill, risaeðlur, ís, kanínur, hjörtu, refur, bátur, flugur, fuglar, fiðrildi, fótboltavöllur, hús og fleira skemmtilegt. Andrúmsloftið var mjög afslappað og sköpunargleðin í hámarki þar sem nemendur unnu saman undir stjórn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, Árnýjar Huldar, Naomi og Juliu sem eru í starfskynningu hér í grunnskólanum þessa viku.

540 kg. af rusli!

| 20. apríl 2012
Kátir krakkar úr 3. bekk.
Kátir krakkar úr 3. bekk.
Í dag héldum við í Grunnskólanum á Hólmavík okkar árlega umhverfisdag þar sem nemendur og starfsfólk tíndu yfir hálft tonn af rusli hér innanbæjar. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu, bættri umgengni almennt og vekja athygli almennings á umhverfismennt. Einar Indriðason hjá Sorpsamlagi Strandabyggðar hitti hópinn í morgun með fræðslu áður en haldið var af stað í ruslatínsluna. Herlegheitin voru vigtuð á hafnarvoginni og hét sveitastjórn Strandabyggðar á hópinn og fengu þau þrjátíu þúsund krónur fyrir dugnaðinn. Þegar þau komu aftur í skólann fengu þau heitt kakó og áttu saman góða stund í vikulokin. Það var Ingibjörg Emilsdóttir verkefnisstjóri ásamt umhverfisnefnd skólans sem skipulagði okkar fjórða umhverfisdag sem er liður í Grænfánastarfi skólans, en Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og höfum við nú flaggað honum í þrjú ár og höldum því vonandi ótrauð áfram.

Umhverfisdagurinn

| 17. apríl 2012
Á föstudaginn 20. apríl nk. höldum við okkar árlega umhverfisdag. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu, bættri umgengni almennt og er liður í grænfánastarfi skólans. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og höfum við nú flaggað honum í þrjú ár.

Umhverfisnefnd skólans, sem samanstendur af fulltrúum nemenda úr öllum bekkjardeildum og starfsfólki skólans úr öllum starfsstéttum, fundaði fyrir skömmu og setti saman dagskrá umhverfisdagsins sem við höldum nú í fjórða sinn. Byrjað verður á fyrirlestri um umhverfismál í setustofunni ásamt því að syngja saman hin ýmsu sönglög sem tengjast umhverfismennt og náttúrunni á einhvern hátt. Þá tekur við markviss og skipulögð ruslatínsla um alla Hólmavík þar sem nemendur og starfsmenn skipta sér og fara í hópum um öll hverfi bæjarins og tína rusl. Þá verður ruslinu safnað saman á hafnarvoginni þar sem við vigtum ruslið og metum árangurinn ásamt því að syngja saman fram að matarhléi. Eftir mat hittumst við upp í skógi fyrir ofan skólann og drekkum saman heitt kakó og eigum saman góða stund í vikulokin.

Góđ gjöf frá Sparisjóđi Strandamanna

| 13. apríl 2012
Í dag fengu nemendur í 8. bekk góðan gest til sín þegar Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri kom færandi hendi og afhenti þeim veglega vasareikna að gjöf. Vasareiknarnir munu án efa koma sér vel í stærðfræðinámi þeirra í framtíðinni og munu endast þeim í framhaldsskólanámi líka. Fermingarbörnin voru afar glöð og þakklát og við þökkum Sparisjóði Strandamanna kærlega fyrir gjöfina og margvíslegan stuðning við nemendur okkar í gegnum tíðina.

Ritsmiđja fyrir börn 8-12 ára

| 12. apríl 2012
Skelin - lista- og frćđimannasetur Ţjóđfrćđistofu á Hólamavík.
Skelin - lista- og frćđimannasetur Ţjóđfrćđistofu á Hólamavík.
Ungir og upprennandi rithöfundur geta fengið góða æfingu um helgina, en þá verður haldin ritsmiðja fyrir börn á aldrinum 8-12 ára á Hólmvík. Hjónin Yrsa Þölll Gylfadóttir og Gunnar Theodór Eggertsson sjá um smiðjuna, en þau eru bæði rithöfundar. Í smiðjunni verður farið í ýmsa grunnþætti sagnagerðar, rætt um innblástur, upphaf, miðju og endi.

Gunnar Theodór hefur skrifað bókina Köttum til varnar, sem gefin var út til styrktar Kattavinafélaginu, og barnabókina Steindýrin. Fyrir þá síðarnefndu hlaut hann íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008. Yrsa Þöll hefur m.a. gefið út bókina Tregðulögmálið sem kom út árið 2010, en þar gefst lesendum kostur á að fá innsýn inn í veruleika bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands.

Ritsmiðjan fer fram í Skelinni, list- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-15:00. Skráning fer fram hjá Kötlu Kjartansdóttur verkefnisstjóra í gegnum netfangið katla@icef.is eða í gegnum s. 8654463.

Yfir 300 manns búnir ađ sjá Međ allt á hreinu

| 10. apríl 2012
Ljósm: Ester Sigfúsdóttir hjá Strandir.is
Ljósm: Ester Sigfúsdóttir hjá Strandir.is
« 1 af 3 »
Nú hafa yfir þrjú hundruð manns komið á söngleikinn Með allt á hreinu en nú hafa verið sýndar þrjár sýningar. Með allt á hreinu er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og í leikstjórn Arnars S. Jónssonar og tónlistarstjórn Borgars Þórarinssonar. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélaginu. Fjórða sýning verður miðvikudagskvöldið 11. apríl og svo verður endað á sérstakri lokasýningu, kraftsýningu, þar sem hækkað verður í botn, sunnudaginn 15. apríl. Allar sýningarnar fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri) en 1.500 kr. yngri en 16 ára. Miðapantanir fara fram hjá Rúnu Mæju í s. 896-4829. Veggspjald má sjá hér.

Eftirtaldir styrkja uppsetninguna Með allt á hreinu:
Hólmadrangur, Hárgreiðslustofa Heiðu, KSH. Arion banki, Bjartur ehf., Sparisjóður Strandamanna, Trésmiðjan Höfði, Strandlagnir slf., Ferðaþjónustan Kirkjuból, Café Riis, Sauðfjársetur á Ströndum, Þjóðfræðistofa, Grundarorka, Jósteinn ehf., Strandafrakt, Gistiheimilið Broddanesi, Héraðsbókasafn Strandasýslu, Sóknarpresturinn Hólmavík, Sveitarfélagið Strandabyggð, Íþróttamiðstöðin Hólmavík, Óskaþrif og Hlökk ehf.

Gógó-píurnar á Aldrei fór ég suđur!

| 30. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Í gær var gefinn út endanlegur listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskahelgina. Í fyrsta skipti eiga Strandamenn hljómsveit á rokklistanum, en það eru Gógó-píurnar sem hafa gert það gott undanfarið, m.a. hitað upp fyrir Retro Stefson, unnið SamVest í Súðavík og lentu í þriðja sæti á Söngkeppni Samfés í marsbyrjun. Þau munu koma fram á föstudeginum, fyrst ein og sér og síðan munu þau koma fram ásamt hljómsveitinni Cutaways sem er skipuð ungum strákum úr Súðavík sem einnig kepptu í Söngkeppni Samfés. Það er því rík ástæða fyrir Strandamenn til að renna vestur á Ísafjörð föstudaginn langa og hlýða á fagran söng okkar fólks.


Aldrei fór ég suður er nú haldin í níunda skipti og hefur hátíðin sjaldan verið veglegri. Sjá má lista yfir hljómsveitir sem koma fram með því að smella hér.

Árshátíđ

| 29. mars 2012
Árshátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, fimmtudaginn 29. mars og hefst hún kl. 19:30.

 

Flutt verður eftirfarandi dagskrá:

Forskólabörn : Söngatriði

1. - 2. bk. Bangsi litli

3. bk. Landnámið - leikþáttur

7. - 8. bk. Bland í poka

Hlé ( Í hléi verða seldar veitingar til styrktar danmerkurförum úr 8. og 9. bk.)

4. - 6.bk. Atriði úr Ávaxtakörfunni

8. - 10. bk.  Atriði úr leikverkinu Með allt á hreinu

 

Ókeypis aðgangur.

Allir hjartanlega velkomnir!

Náttfatadagur

| 15. mars 2012
Föstudaginn 16. mars er náttfatadagur í skólanum okkar. Náttfatadegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum :)

Sparifatadagur og danssýning á föstudag!

| 08. mars 2012

Föstudaginn 9. mars er sparifatadagur í skólanum okkar. Sparifatadegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum.

 

Það er vel við hæfi af því að kl. 16:00 verður DANSSÝNING í Íþróttamiðstöðinni en það er í raun lokahátíð dansnámskeiðanna sem Jón Pétur Úlfljótsson danskennari hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur haldið þessa viku fyrir nemendur í 1.-10. bekk.

 

ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR Á DANSSÝNINGUNA.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir