Barátta gegn einelti - í allan vetur!
Dagurinn í gær er í raun byrjun á stærra verkefni um baráttu gegn einelti sem mun standa yfir í allan vetur og allir í skólanum taka þátt í. M.a. er stefnt er að því að koma upp listaverki hönnuðu af nemendum í elstu bekkjum í umsjón Ástu Þórisdóttur listgreinakennara. Þá eru einnig á döfinni fræðsla, uppákomur og fleira í vetur. Fréttir af þessu verða að sjálfsögðu fluttar hér á vefnum.
Viđ tökum ţátt í Baráttudegi gegn einelti!
Meira
Forvarnardagurinn haldinn hátíđlegur
Krakkarnir stóðu sig frábærlega í þessari vinnu og komu hóparnir niðurstöðum sínum skilmerkilega og skýrt á blað. Hægt er að sjá niðurstöðurnar með því að smella hér.
Opiđ hús í dag
Allir eru hjartanlega velkomnir á opna húsið í dag - föstudaginn 26. október!
Opinn fyrirlestur um netfíkn
Við í Grunnskólanum hvetjum fólk á öllum aldri til að mæta á þennan fróðlega fyrirlestur sem veitir innsýn í málefni sem kemur okkur öllum við og er vaxandi vandamál á Íslandi - og þar er Strandabyggð ekki undanskilin. Frítt er inn á fyrirlesturinn og allir áhugasamir eru velkomnir á hann....
Meira
Norrćna skólahlaupiđ
Alţjóđadagur eldri borgara
Kynning á islamstrú í 5.-7. bekk.
Nemendur í 5.-7. bekk hafa í haust unnið með og kynnst hinum ýmsu trúarbrögðum í samfélagsfræði hjá Kolbrúnu og Möllu Rós. Trúarbragðafræði er orðin hluti af sjálfstæðum námsgreinum í grunnskóla en hefur ráðstöfunartíma sameiginlega með samfélagsgreinum í viðmiðunarstundaskrá. Nú er aukin áhersla á önnur trúarbrögð en kristni sem verður að teljast eðlilegt í ljósi vaxandi fjölmenningar í landinu og aukinna tengsla á milli ólíkra menningarsvæða í veröldinni. Á haustönn hafa nemendur okkar kynnst búddatrú, hindúatrú, kristni, islam og gyðingdómi. Í síðustu viku fengu þau góðan gest til sín til að kynna islamstrú. Alma er gift Hicham Mansri sem er islamstrúar og búa þau hér á Hólmavík ásamt dóttur sinni Amiru Lindu. Eins og sjá má á myndunum kom Alma prúðbúin og sýndi nemendum ýmsa muni sem tengjast islamstrú. Hún leyfði börnunum líka að máta föt sem hún kom með og þau höfðu mjög gaman af því. Við þökkum Ölmu kærlega fyrir góða heimsókn og kynningu.
Göngum í skólann 3.-10. október
Hið árlega verkefni Göngum í skólann er haldið í sjötta sinn hér á landi. Eins og undanfarin tvö ár ætlar Grunnskólinn á Hólmavík að taka þátt í verkefninu frá miðvikudeginum 3. október til miðvikudagsins 10. október. Í þetta sinn verður fyrirkomulagið þannig að í stað keppni á milli bekkja verður horft á persónulegan árangur hvers og eins. Nemendur skrá hvort þau hafa gengið og hvað mikið. Í lokin fá þeir þátttakendur viðurkenningu sem hafa staðið sig sérstaklega vel á lokahófi sem haldið er síðasta daginn ásamt sameiginlegri gönguferð. Við vonum að sem flestir taki þátt og að foreldrar hvetji börnin sín til að nota hjólin sín eða ganga ef það er mögulegt. Markmiðið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.