A A A

Valmynd

Dansnámskeiđ á vegum Dansskóla Jóns Péturs og Köru

| 05. apríl 2013
Vikuna 8.-12. apríl verður dansnámskeið á Hólmavík.
Eins og í fyrra er það er Jón Pétur Úlfljótsson sem kennir frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Margir dansarar frá þeim hafa náð frábærum árangri í danskeppnum hér heima og erlendis og Jón náði virkilega vel til nemenda í fyrra. Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is

Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá mánudegi til föstudags eins og hér segir:
Kl. 13.10-14.00 (1.-3. bekkur)
Kl. 14.10-15.00 (4.-6. bekkur)
Kl. 15.10-16.00 (7.-10. bekkur)

Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð: Kr 4400. Afsláttur: Fullt verð fyrir tvö systkini, 1/2 fyrir þriðja og frítt fyrir fjórða
Nemendur eru beðnir að skila skráningu í skólann eða í fyrsta danstíma, mánudaginn 8. apríl.

Yndislestrardagur - Alţjóđlegur dagur barnabókarinnar

| 04. apríl 2013
Þann 2. apríl var alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en dagurinn er fæðingardagur H.C. Andersens og dagur sem minnir samfélagið á mikilvægi góðra barnabóka og lesturs.

Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Friðrik Erlingsson hefur skrifað söguna Stóri bróðir en sagan var lesin fyrir nemendur allra grunnskóla í dag, fimmtudaginn 4.apríl kl. 9.10.
Hugsjón IBBY-samtakanna er að auka skilning meðal bæði einstaklinga og þjóða gegnum barnabókmenntir og saga Friðriks mun sannarlega veita nemendum innsýn inn í lífskjör jafningja þeirra sem búa annarsstaðar á jarðarkringlunni. Sagan vekur til umhugsunar um hvernig erfið lífsreynsla getur þrátt fyrir allt leitt til góðs og á fimmtudaginn mun heil kynslóð íslenskra barna deila þeirri lestrarupplifun og taka hana með sér áfram út í lífið.


Í dag er einnig yndislestrardagurinn hjá okkur í grunnskólanum. Af því tilefni fengum við Ásu Ketilsdóttur sagnakonu í heimsókn sem sagði sögur af draugum og öðru fróðlegu og skemmtilegu efni. Kristín bókavörður bauð upp á upplestur á bókasafni. Auk þess sem ýmislegt annað var í boði fyrir nemendur sem tengdist bókmenntum.

Tjaldiđ frumsýnt á fimmtudaginn

| 19. mars 2013
Frá ćfingum á Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
Frá ćfingum á Tjaldinu - ljósm. Margrét Vera Mánadóttir
« 1 af 2 »
Leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason verður frumsýnt fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík, en hópur ungmenna í leiklistarvali við Grunnskólann á Hólmavík hefur æft leikritið í vetur undir stjórn Arnars S. Jónssonar. Aðstoðarleikstjórar eru Margrét Vera Mánadóttir og Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Gróft orðbragð og atriði koma fyrir í sýningunni og því er ekki sérstaklega mælt með því fyrir 12 ára og yngri. Miðaverð fyrir alla aldurshópa er kr. 1.500. Takmarkað sætaframboð er í boði á hverja sýningu, en miðapantanir eru í s. 894-1941 (fyrir kl. 14:00) og s. 776-6885 (eftir kl. 14:00). Fyrstir panta, fyrstir fá!...
Meira

Marita-frćđslan kemur í Strandabyggđ

| 15. mars 2013
Fræðslufundur um fíkniefnaneyslu og forvarnir gegn henni verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 18. mars kl. 18:00. Það er Magnús Stefánsson framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar á Íslandi sem heldur fyrirlesturinn. Fundurinn er opinn foreldrum, ömmum, öfum og öllum öðrum íbúum í Strandabyggð sem vilja fræðast um þetta brýna málefni. Fyrr um daginn fundar Magnús með ungmennum í grunnskólanum.

Sýnd verður ný heimildarmynd um íslensk ungmenni í neyslu, helstu einkenni fíkniefnaneyslu kynnt og sagt frá því hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp. Mætum öll - tökum þátt - vinnum saman!

Tónleikar í kvöld!

| 13. mars 2013
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 19:00, fara fram í Bragganum á Hólmavík fjáröflunartónleikar nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík og félagsmiðstöðvarinnar Ozon. Tónskólinn á Hólmavík hefur veg og vanda af tónlistarflutningnum á tónleikunum, en alls munu fimm hljómsveitir skipaðar nemendum úr 5.-10. bekk stíga á stokk og spila vel þekkta slagara ásamt hinum og þessum söngvurum sem jafnan setja mikinn svip á viðburðinn.


Allir eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna, 500 fyrir grunnskólanema og frítt fyrir yngri.

Starf forstöđumanns/umsjónarmanns Hérađs- og skólabókasafnsins á Hólmavík

| 08. mars 2013
Bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu og Grunnskólinn á Hólmavík auglýsa laust til umsóknar 60% starf forstöðumanns/umsjónarmanns Héraðs- og skólabókasafnsins á Hólmavík. Bókasafnið er til húsa í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík....
Meira

Skólahald í dag fimmtudag

| 07. mars 2013
Skólahald verður samkvæmt áætlun í dag. Unnið er að mokstri og getur skólaakstri seinkað eitthvað af þeim sökum.

Skólahald fellur niđur

| 06. mars 2013
Skólahald fellur niður í dag vegna veðurs.

Skólahald og skólaakstur

| 05. mars 2013
Skólahald verður samkvæmt áætlun í dag en enginn skólaakstur verður vegna ófærðar. Foreldrar eru sem fyrr beðnir um að meta hvort þeir sendi börnin í skólann. Einnig eru foreldrar beðnir um að fylgjast með veðri í dag og sækja börnin ef bætir í og fræð fer að spillast.

Skólahald í dag

| 04. mars 2013
Skólahald verður samkvæmt stundaskrá í dag. Foreldrar verða að meta sjálfir hvort þeir senda börnin í skólann.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir