A A A

Valmynd

Starfsdagar framundan

| 26. september 2012
Föstudaginn 28. september og mánudaginn 1. október eru starfsdagar starfsmanna Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Á föstudaginn taka starfsmenn þátt í haustþingi kennara á Sauðárkróki ásamt félögum í KSNV og SNV. Á mánudaginn sækja starfsmenn námskeið í Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri þar sem unnið verður með áherslur í einstaklingsmiðuðu skólastarfi og námsmati. Eftir það verður farið í náms- og kynnisferð í Þelamerkurskóla þar sem áherslan verður á að fræðast um bekkjarfundi og eineltismál. Þessa daga er frí hjá nemendum. Skólastarf verður svo með hefðbundnum hætti frá og með þriðjudeginum 2. október.

Ađalfundur foreldrafélagsins á ţriđjudaginn

| 24. september 2012
Fundurinn verđur á ţriđjudaginn í Hnyđju.
Fundurinn verđur á ţriđjudaginn í Hnyđju.

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju (Þróunarsetrinu á Hólmavík) þriðjudaginn 25. sept, klukkan 18:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Hulda Ingibjörg aðstoðarskólastjóri með skemmtilegt erindi þar sem hún leggur þrautir fyrir fullorðna fólkið og kannar hvort foreldrar geti leyst það sem börnin þurfa að finna lausn á. Í lokin gæðum við okkur á gómsætum pizzum frá Café Riis.

 

Sjáumst hress og kát !
Stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík. 

Skemmtileg heimsókn á Sauđfjársetriđ - tóvinna

| 18. september 2012
Hildur Pálsdóttir sýnir áhugasömum nemendum hvernig ull er kembd.
Hildur Pálsdóttir sýnir áhugasömum nemendum hvernig ull er kembd.
Í gær brugðu nemendur í 1.-7. bekk undir sig betri fætinum og fóru í ferðir út á Sauðfjársetur. Það var Ásta Þórisdóttir listgreinakennari sem skipulagði ferðirnar í samstarfi við Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra Sauðfjársseturs. Ferðin var hluti af námi nemenda í listgreinum þar sem þau eru að fræðast um tóvinnu og hvernig aðferðin er við að jurtalita ull. Hildur Pálsdóttir á Geirmundarstöðum var svo elskuleg að taka á móti hópnum og fræða þau og sýna þeim hvernig ull er unnin....
Meira

Samrćmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk

| 17. september 2012
www.namsmat.is
www.namsmat.is
Í þessari viku þreyta nemendur í 4., 7. og 10. bekk samræmd könnunarpróf. Tilgangur samræmdra könnunarprófa í grunnskólum er m.a. að athuga að hvaða marki námsmarkmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða námsþáttum hafi verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur og veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nemenda. Prófin eru lögð fyrir á sama tíma um land allt. Hér má lesa allt um framkvæmd prófanna. Það er mikilvægt fyrir nemendur að fá góða næringu og góða hvíld fyrir prófin. Við hvetjum foreldra því til að stuðla að því að nemendur fari snemma að sofa og fái sér staðgóðan morgunverð áður en lagt er af stað í próf.

Bekkjarfulltrúar og fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins óskast!

| 17. september 2012
Birta Rut, Guđjón Alex og Una Gíslrún.
Birta Rut, Guđjón Alex og Una Gíslrún.
Nú fer að líða að aðalfundi foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík en hann verður haldinn þann 25. september nk. Flest ykkar þekkið til okkar frábæra foreldrafélags sem hefur m.a. það hlutverk að styðja skólastarfið og efla tengsl foreldra, bæði innbyrðis og við skólann og skapa vettvang fyrir samstarf og samstöðu meðal foreldra. Í vetur hafa þau María Mjöll, Jón Eðvald, Viktoría Rán, Sigurrós og Ester skipað stjórnina og staðið sig með miklum sóma.

VILT ÞÚ VERA Í STJÓRN FORELDRAFÉLAGSINS?
Á aðalfundinum verður kosin stjórn foreldrafélagsins sem hefur það hlutverk að móta stefnu og áherslur í starfinu í samráði við foreldra, skólastjórnendur, bekkjarfulltrúa og nemendaráð. Markmið starfsins er að stuðla að vellíðan nemenda og bættum námsárangri með því að auka samskipti foreldra og styrkja skólabraginn. Nú þegar hafa verið unnin drög að dagskrá, viðfangsefnum og áherslum fyrir næsta skólaár. Stjórnin sér til þess að verkefnum sé skipt milli foreldra þannig að sem flestir taki þátt í undirbúningi og framkvæmd a.m.k. eins verkefnis yfir veturinn.
                   
VILT ÞÚ VERA BEKKJARFULLTRÚI Í BEKK BARNSINS ÞÍNS?
Einn mikilvægasti hluti starfs foreldrafélaganna er uppbygging bekkjarstarfsins en það er einn besti samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra í uppeldinu. Í þessu starfi gegna bekkjarfulltrúar afar mikilvægu hlutverki. Markmið starfsins er að stuðla að samstarfi og samskiptum nemenda, foreldra og kennara.
- Við leitum nú að foreldrum til að sinna starfi bekkjarfulltrúa fyrir hvern nemendahóp. Bekkjarfulltrúar halda utan um dagskrá sem er ákveðin á sameiginlegum fundi foreldra í bekknum að undangenginni athugun á viðhorfum og óskum barnanna. Bekkjarfulltrúar eru jafnframt tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag og foreldraráð skóla.

Áhugasamir foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Viktoríu Rán í s. 691-4131, viktoria@holmavik.is eða Maríu Mjöll í s. 866-3934, majamjoll@simnet.is fyrir 25. september nk.

Búiđ ađ kjósa í Nemenda- og félagsmiđstöđvarráđ

| 04. september 2012
Nú eru kosningar til Nemendaráðs 8.-10. bekkjar og Félagsmiðstöðvarráðs 5.-7. bekkjar afstaðnar. Kosningarnar voru leynilegar og fóru fram með formlegum hætti síðasta föstudag í eldri deildinni og í gær og morgun hjá yngri deildinni. Kosningarnar voru æsispennandi á báðum vígstöðvum og draga þurfti í tveimur tilfellum til að skera úr um hverjir tækju sæti í ráðunum.

Hægt er að sjá hverjir skipa ráðin með því að smella hér. Einnig er að finna á síðunni nýjar og ítarlegar reglur Nemendafélags Grunnskólans.

Hafragrautur - já takk!

| 03. september 2012
Nú er september hafinn og um leið hefst svokölluð heilsuefling í Strandabyggð. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í heilsueflingunni en markmið og tilgangur er m.a. að efla heilbrigði og vitund um mikilvægi góðrar heilsu. Af því tilefni munum við bjóða upp á heitan hafragraut frá kl. 9:30-10:00 alla morgna í september. Hafragrautur er einfaldur, góður, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besti orkugjafi sem maður getur fengið fyrir daginn. Hollur og staðgóður morgunverður er mjög mikilvægur fyrir alla og benda ýmsar rannsóknir til þess að fæði þeirra sem borða morgunmat er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa honum. Þeir standa sig yfirleitt betur í skóla og starfi, sýna meiri áhuga og einbeitingu og virðast síður eiga í vanda með líkamsþyngdina. 
Verði ykkur að góðu!

Matseđill fyrir september

| 03. september 2012
Café Riis - mynd af caferiis.is
Café Riis - mynd af caferiis.is
Matseðill skólamötuneytis á Café Riis fyrir septembermánuð er kominn hér inn á síðuna okkar. Það er hægt að nálgast hann með því að smella á kubbinn hér hægra megin á síðunni eða með því að smella á valflokkinn "Hagnýtar upplýsingar" hér vinstra megin. Þar eru alls konar upplýsingar sem ættu að nýtast foreldrum og öðrum aðstandendum sérstaklega vel.

Og svo má að sjálfsögðu líka smella hér til að sjá matseðilinn! 

Námsráđgjöf í bođi í Grunnskólanum á Hólmavík

| 31. ágúst 2012
Malla Rós Valgerđardóttir náms- og starfsráđgjafi.
Malla Rós Valgerđardóttir náms- og starfsráđgjafi.
Malla Rós Valgerðardóttir náms- og starfsráðgjafi hóf störf við Grunnskólann á Hólmavík í haust. Malla Rós sinnir starfi umsjónarkennara í 10. bekk ásamt því að kenna íslensku og samfélagsfræði í nokkrum bekkjum. Hún mun einnig bjóða upp á námsráðgjöf í skólanum og geta nemendur, foreldrar og kennarar leitað til hennar með ýmis mál. Hlutverk námsráðgjafa er m.a. að standa vörð um velferð nemenda og vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. 

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til Möllu Rósar. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust og pantað viðtal í gengnum síma 451-3129 eða með tölvupósti á netfangið mallaros@strandabyggd.is.

Fjölbreyttar valgreinar í bođi í unglingadeild

| 31. ágúst 2012
Brynja Karen, Gunnur Arndís og Tómas Andri á vordegi 2012.
Brynja Karen, Gunnur Arndís og Tómas Andri á vordegi 2012.
Í vetur stendur nemendum í 8.-10. bekk til boða átta spennandi og fjölbreyttar valgreinar með það að markmiði að dýpka þekkingu og færni í ákveðnum námsgreinum. Nemendur geta valið á milli hestamennsku, fatahönnunar, frönsku, hljómsveitaræfinga, leiklist, þátttöku í nemendaráði, yndislestur og iðnkynningu. 

Hér má lesa nánari upplýsingar um fyrirkomulagið og hverja valgrein fyrir sig.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir